fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

„Skrúfaðu niður í áhrifaskvaldri örhrifavalda á samfélagsmiðlum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. desember 2025 06:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um hreyfingu í daglegu lífi okkar, þar sem mottóið er að eitthvað er alltaf betra en ekkert.

„Eitthvað er alltaf betra en ekkert. ALLTAF…. ALLTAF….pakkað í sellófan með slaufu. Kortér af sippi. 10 armbeygjur Lyfta sófanum Hoppa á staðnum í 10 sekúndur Og einhver smotterís hreyfing mun halda venjunni á lífi og styrkja þá týpu sem þú vilt vera. Þessi hrausti og ræktaði. Þessi sem missir ekki af æfingu sama hvað. Vaninn styrkist í sessi sem kemur þér af stað aftur á morgun og hinn og hinn og hinn.

Heflaðir bronsskrokkar á Instagramm telja þér trú um að ef þú getur ekki farið í klukkutíma langa æfingu með rassasvita og reytt hár geturðu alveg eins sleppt þessu,“ segir Ragga.

„Allt í botn. Algjör grimmd í dag Farðu hart eða farðu heim. Það er hrossaskítur.“

Lífið er þó alls konar og því er skítsama um slíkar áætlanir okkar segir Ragga og nefnir sem dæmi að barnið sé veikt, fundur í vinnunni eða það springur á bílnum.

„Að pressa inn sextíu mínútum á svoleiðis ömurðardögum verður flóknara en að skipuleggja fund með G8 þjóðunum. Svo þú gefur skít í þetta. Sem verður oft dómínókubbur og næstu dagar fara í vaskinn líka. Þá er sálin svekkt því þú ert lúser. Róni og ræfill. Aumingi og mannleysa. Sálin er mölvuð.“

Ragga segir mun betra fyrir sálartetrið að setja markið það lágt að þú sért alltaf sigurvegari.

„Sálin verður sátt því þú ert sigurvegari. Meiriháttar meistari. Stórkostlegur snillingur. Djö… er ég með’etta. Skrúfaðu niður í áhrifaskvaldri örhrifavalda á samfélagsmiðlum.

Gerðu það sem passar inn í dagskrána á hverjum degi. Ef það þýðir að smokra bara inn ogguponsu af hreyfingu þá er það nógu gott. Þú masteraðir mætinguna og styrktir vanann í sessi. Smávegis af einhverju er alltaf betra en fullt af engu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Felix fellur í kramið hjá Finnum

Felix fellur í kramið hjá Finnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag