fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

„Jólaboð framundan á færibandi og mörg fá kvíðahnút“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um jólaboðin sem framundan eru og margir fá kvíðahnút yfir vegna óumbeðinna athugasemdir um líkama sinn, útlit og mataræði.

„Jólaboð framundan á færibandi og mörg fá kvíðahnút yfir að hitta fjölskyldumeðlimi sem koma með óumbeðnar athugasemdir um líkama þinn, útlit og mataræði.“

Ragga sedir að þá reyni svo sannarlega á okkur að setja skýr og staðföst mörk og láta vita hvað við erum tilbúin að ræða.

„Ég skil að þú hafir áhuga á hvað ég læt ofan í mig en ég hef ekki áhuga að ræða mataræði mitt.“

„Það vekur hjá mér óöryggi að fá athugasemdir um útlitið og mataræði mitt. Vil því biðja þig að halda áliti þínu fyrir þig.“

„Mér finnst mjög leiðinlegt að tala um líkama minn eða mataræðið mitt. Ég væri miklu frekar til í að segja þér frá hvað ég stefni á að gera á nýju ári.“

Ragga segir okkur oft þurfa að standa með ákvörðunum okkar innan um fólk sem hefur pervertískan áhuga á hvað rennur niður okkar vélinda.

„Ég ætla ekki að drekka áfengi í kvöld svo ég segi Nei takk við vínglasi.“

„Ég er ekki að borða sykur núna, svo ég ætla að afþakka þessa köku.“

Ragga bendir á að það séu alltaf einhverjir í jólaboðunum sem halda áfram að bjóða mat langt fram eftir borðhaldi og vilja endilega að þú borðir meira.

„Í flestum menningarsamfélögum tengjumst við yfir mat og að bjóða meiri mat merki um umhyggju og ást. En við þurfum samt ekki að þiggja meira ef maginn biðst vægðar og hunsa þannig eigin merki um seddu.

„Nei takk, ég er alveg pakksaddur“

„Ætla aðeins að láta sjatna í mér í nokkrar mínútur“

Ef það reynist of erfitt eða viðkomandi heldur áfram að hjakkast eins og naut í flagi, þá er hægt að afþakka og skipta svo strax um umræðuefni.

Beina kastljósinu á viðkomandi með að spyrja spurninga.

Allir elska að tala um sjálfan sig.

Hrósa veitingunum og biðja um uppskrift eða afganga til að sýna þakklæti fyrir matinn.

Oftar en ekki ofmetum við tilfinningaviðbrögð húsfreyju yfir óétinni kökusneið, og borðum þar til augun standa á stilkum í hreinræktaðri meðvirkni og manneskjugeðjun.

Og svíkjum okkur sjálf. Fáum samviskubit og sektarkennd og rífum okkur niður yfir hömluleysinu.“

Mynd: Ragga nagli

Ragga er með ráð þegar kemur að matarvenjum og matnum á okkar eigin diski:

„Þurfum aldrei að biðjast afsökunar á að segja Nei takk.

Megum alltaf standa með okkur sjálfum.

Þurfum að vera kurteis en samtímis staðföst þegar við afþökkum.

Þurfum aldrei að fara undan í flæmingi.

Ekki að bera í bætifláka.

Ekki að snúa því í samtal um viljastyrk.

Þurfum aldrei að réttlæta eða útskýra ákvarðanir okkar.

Ekki láta athugasemdir leiða til að við hegðum okkur í trássi við eigin gildi og markmið í þóknun og geðjun.

Það sem er alveg á tandurhreinu, beint af þvottasnúrunni, er að hvað og hversu mikið þú gúllar kemur engum við og engin eftirspurn eftir áliti annarra í þeirri deild.

Ef einhver pirrast og fer í fýlu yfir að þú segir „Nei takk, ég er saddur“, þarf sá hinn sami alvarlega að skoða sitt eigið samband við mat.“

Ragga segir það algjöra tímasóun að taka þetta nærri sér.

„Betri nýting á þínum dýrmæta tíma er að pæla hvernig hungur og sedda lýsir sér í þínum líkama, fylgjast með gleðinni í sálinni fyrir og eftir máltíð og velta fyrir þér eigin löngunum.

Það er æfing í að nærast í núvitund sem er gagnlegasta verkfærið fyrir heilbrigt samband við mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram