fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 11:30

Gunnar Dan segir að við séum ekki ein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan, rithöfundur og verslunarstjóri Handverkshússins, trúir því staðfastlega að mannkynið sé ekki eitt í alheiminum. Gunnar var að gefa út bókina UFO101 og er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hann ræðir um reglulegar heimsóknir geimvera til jarðar – líka til Íslands. Hann segir frá mismunandi tegundum geimvera, meintum samningum þeirra við stórveldi og íslensku brottnámstilfelli. Gunnar lýsir jafnframt eigin andlegri reynslu sem hann telur tengjast vitundarvakningu mannkynsins og yfirnáttúrulegum skilaboðum utan úr geimnum.

Í lýsingu bókarinnar kemur fram: „Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor.“

„Ég held þú þurfir ekki annað en að skoða bara trúarbrögð,“ segir Gunnar. „Þú sérð þetta í textum trúarbragða, hvort sem það sé í kristinni trú og sérð þetta í hindúisma. Þú sérð þetta í búddisma, þá sérðu í rauninni í svona fornsögulegu samhengi, eins og í handritum, þá sérðu að það hafa verið að koma hérna verur eða englar af himnum ofan í alls konar flygildum, skipum, fljúgandi húsum og fljúgandi höllum. Og þú sérð þessa sögu líka alveg bara djúpt grafna í menningarheima, eins og ættbálka í Suður- og Norður-Ameríku, Afríku, frumbyggja í Ástralíu og fleira. Það eru sporin í formi sögusagna og dæmisagna og svo auðvitað bara í rituðu máli.“

Frá Amarna-tímabilinu í nýríki Egyptalands, sirka 1350.
Hellamálverk eftir frumbyggja Ástralíu.

„En svo líka erum við að tala um bara alveg bara pjúra brottnámstilfelli og ekki bara í Bandaríkjunum, því fólk segir oft bara: Þetta er allt bandarískt. En það er bara alls ekkert þannig. Þetta eru frásagnir út um allan heim og mjög vel skjalfest.“

Gunnar segir að það séu ákveðnar kenningar á sveimi um þessi brottnámstilfelli.

„Fólk heldur því fram að það séu gerðar einhverjar svona skrýtnar tilraunir á því. Og það eru ákveðnar kenningar um að djúpríki þessara stóru ríkja, þó einna helst bandarísku leyniþjónustunnar, séu búin að gera samkomulag við einhvers konar samfélag eða bandalag… og því hefur meira að segja verið haldið fram að það hafi verið gert samkomulag við einhvers konar Galactic Federation. Sem snýr að því að þessum verum eða einhverjum ákveðnum hóp ójarðneskra vera hafi verið gefið leyfi til þess að koma hingað til jarðar og tímabundið frelsissvipta einstaklinga til þess að gera alls konar prufur hvað varðar DNA og annað í skiptum fyrir tækni og upplýsingar og í skiptum fyrir að geimverum sé leyft að hafa aðsetur á jörðinni á einhverjum ákveðnum svæðum.“

Gunnar segir að þetta séu vissulega samsæriskenningar, enda sé um samsæri að ræða.

„Heldurðu að við búum í samfélagi sem er ekki logið að þér? Það er bara kjaftæði og við vitum það,“ segir hann.

Fékk skilaboð að handan

Gunnar segir að hann hafi fengið skilaboð fyrir hálfu ári síðan um vitundavakningu mannkynsins. „Ég fékk skilaboð og ég ætla að leyfa mér að segja að handan. Ég gekk í gegnum vitundaruppfærslu sem byrjaði í mars […] þar sem ég varð fyrir mjög sterkum sálrænum breytingum. Ég get ekki útskýrt öðruvísi en ég hafi verið snertur af einhverju guðlegu afli,“ segir hann og útskýrir nánar.

„Ég fór að upplifa nætur þar sem ég lá andvaka […] Þetta gerðist nefnilega bara í febrúar, þar sem að pláneturnar voru bara allar í beinni röð við hvor aðra. Þannig að ég fór á þessum tíma að upplifa þessar svefnlausu nætur. Ég fór að upplifa svona visst tilfinningalegt ójafnvægi. Eins og ég væri, að einhverju leyti, á leiðinni inn í einhvers konar maníuástand. En ég var ekki í óþægindum. Og ég var ekki óþægilegur fyrir aðra. Mér fannst ég ekki vera í ranghugmyndum á þessum tíma, en ég lá þarna andvaka. Ég fór að upplifa mikinn þrýsting fyrir eyrum, mikinn tinnitus sem er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var sko bara bókstaflega, það var eins og ég væri með hausinn í skrúfustykki. Þetta gekk yfir. Þá fór ég að heyra í, og ég veit að þetta hljómar galið… það var vika sem tók við þar sem ég bókstaflega heyrði í rafmagninu í húsinu mínu á nóttunni. Og það var á tímabili, rétt áður en þessu lauk, þegar ég var alvarlega að spá í að slá rafmagninu út, allavega á hæðinni sem ég sef. Síðustu vikuna í þessu ferli fór ég að upplifa væga smelli inni í höfuðkúpunni, við aftasta hryggjarlið. Svona eins og einhver hafi gleymt að skrúfa fyrir vatnið í eldhúsvask.

Ég lá þarna bara í algjörri slökun, andvaka, ekki óttasleginn við að missa svefn og þurfa að vakna daginn eftir þreyttur. Og hverjum einasta smelli fylgdi einhver gríðarleg sælutilfinning og vellíðan og losun og léttir.

Og ég fór að fá upplýsingar um það að við erum vöktuð. Og það er áform í gangi á vegum sólkerfisins. Því sólin hefur vitund. Sólkerfið hefur vitund. Og jörðin hefur vitund. Maðurinn er svo hrokafullur. Við höldum, við höldum til dæmis að við eigum jörðina. Þegar að það er akkúrat öfugt. Við erum af jörðinni komin og við tilheyrum jörðinni.

Ég fór að fá skilaboð um það að það sé aðgerð í gangi sem snýr að því að hækka vitundarstig mannsins um víddir. Að auka á andlegan þroska mannsins, koma honum út úr þessari tvíhyggju, sem sagt þessum dúalisma, ég og þú, við og hinir, og koma okkur inn í kærleiksríkara ástand sem snýr að auðvitað bara samkennd og náungakærleik, samvinnu. Og í kjölfarið munum við komast á nýja staði hvað varðar vísindi, því í vísindum erum við bara svolítið stopp. Við erum búin að skrifa allar þessar bækur og við komumst ekki lengra, því við erum komin að einhverjum svona mörkum skammtafræðinnar þar sem við sjáum fótsporin, en við sjáum ekki hver stígur þau. Og af hverju?“

Gunnar segir að þessa mynd tóku konur sem sáu UFO við Blátind í Vestmannaeyjum.

Aðspurður hvenær þessi breyting mun eiga sér stað segir Gunnar að hún sé þegar byrjuð.

Hann ræðir þetta nánar í þættinum og svo margt annað um geimverur, brottnámstilfelli og flygildi, einnig íslensk tilfelli. Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

UFO101 kemur í búðir á næstu dögum. Hægt er að kynna sér nánar efnistök hennar á vef Bókatíðinda. Gunnar er einnig duglegur að skrifa áhugaverða og skemmtilega pistla á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein