
„Ég geymdi Quality Street konfekt kassann minn því ég vissi að ég gæti nýtt hann einhvertíman. Svo fékk ég hugmynd… Ég hringdi í mömmu og spurði hvort hún ætti nokkra tóma Quality Street konfekt kassa í geymslunni, það hélt hún sko….. Ég sótti konfekt kassana og föndraði mér eina fína blómasúlu,“ skrifaði hún á Instagram og birti myndir af útkomunni sem er vægast sagt ótrúleg.





Hanna Rún er þekkt fyrir ótrúlegu hæfileika sína á dansgólfinu en einnig utan þess. Hún hefur búið til gullfallega kjóla og gert ævintýraherbergi fyrir börnin sín.
Sjá einnig: Hefur tekið hana yfir 300 klukkutíma að gera kjól
View this post on Instagram