fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Fókus
Föstudaginn 21. nóvember 2025 07:30

Mynd/Pexels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að sofna, sérstaklega ef þú byrjar að hugsa um hversu erfitt það er, hversu lítinn svefn þú munt fá og svo framvegis.

En þá er sniðugt að tileinka sér skothelda aðferð sem er sögð virka fyrir 96 prósent þeirra sem æfa sig á henni í sex vikur.

Þessi aðferð var fundin upp til að leysa vandann með örmagna hermenn sem voru of stressaðir til að geta sofnað.

Aðferðin er einföld og snýst um að slappa hægt og rólega af í öllum líkamanum, frá toppi til táar.

Það á að byrja á andlitsvöðvunum, tungunni, kjálkunum og vöðvunum við augun. Því næst lætur þú axlirnar síga eins langt niður og þú getur og samtímis lætur þú handleggina síga niður, önnur hliðin í einu.

Því næst slakar þú af í bringunni og lætur þá slakandi tilfinningu, sem þú finnur, halda áfram niður í fótleggina. Hægt og rólega nær slökunartilfinningin alveg út í tær.

Ef þú ert að hugsa of mikið, endurtaktu “ekki hugsa” í huganum í tíu sekúndur, sem ætti að hjálpa þér að tæma hugann.

Sakar ekki að prófa en þetta er sagt virka hjá 96% fólks eftir sex vikna æfingu, en sumir þurfa að æfa þetta lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin