

En þá er sniðugt að tileinka sér skothelda aðferð sem er sögð virka fyrir 96 prósent þeirra sem æfa sig á henni í sex vikur.
Þessi aðferð var fundin upp til að leysa vandann með örmagna hermenn sem voru of stressaðir til að geta sofnað.
Aðferðin er einföld og snýst um að slappa hægt og rólega af í öllum líkamanum, frá toppi til táar.
Það á að byrja á andlitsvöðvunum, tungunni, kjálkunum og vöðvunum við augun. Því næst lætur þú axlirnar síga eins langt niður og þú getur og samtímis lætur þú handleggina síga niður, önnur hliðin í einu.
Því næst slakar þú af í bringunni og lætur þá slakandi tilfinningu, sem þú finnur, halda áfram niður í fótleggina. Hægt og rólega nær slökunartilfinningin alveg út í tær.
Ef þú ert að hugsa of mikið, endurtaktu “ekki hugsa” í huganum í tíu sekúndur, sem ætti að hjálpa þér að tæma hugann.
Sakar ekki að prófa en þetta er sagt virka hjá 96% fólks eftir sex vikna æfingu, en sumir þurfa að æfa þetta lengur.