fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Fókus
Föstudaginn 21. nóvember 2025 09:30

Skjáskot úr Víkinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja íslenska kvikmyndin Víkin fær slappa dóma hjá gagnrýnanda Vísis, Magnúsi Jochum Pálssyni. Hann gaf myndinni tvær stjörnur af fimm.

Bragi Þór Hinriksson er bæði leikstjóri og handritshöfundur, framleiðandi og klippari myndarinnar. Um er að ræða spennutrylli með Örn Árnason, Margrétu Ákadóttur, Leif Sigurðarsson í aðalhlutverkum.

Myndin fjallar um bandarískan göngumann, Jack, sem tekur eldri hjón, Björn og Áslaugu, í gíslingu í sumarbústað þeirra á afskekktum stað úti á landi. Jack telur að Björn sé faðir hans, afrakstur ástarsambands í Bandaríkjunum. Krafa Jacks um DNA-próf og sífellt ofbeldisfyllri hegðun hans knýr Björn til að spinna upp örvæntingarfullar lygar, á meðan Áslaug leynir eigin aðild að þeirri myrku fortíð sem tengir þau öll saman.

Magnús segir að hann hafi verið reiðubúinn fyrir íslenskan sumarbústaðartrylli. „En stillti sömuleiðis væntingum í hóf við að sjá greinileg fjárhagsleg takmörk myndarinnar.“

Endurtekningarsöm og kraftlítil

Magnús segir að kvikmyndin hafi verið mjög endurtekningasöm, sumar senurnar keimlíkar og að þeim hafi fylgt engar raunverulegar vendingar. Hann var einnig ekki hrifinn af notkun tónlistar í myndinni.

„Tónlist Víkurinnar er samin af Helga Svavari Helgason og er gott dæmi um þetta vantraust á áhorfandanum. Tónlistin er prýðileg og á köflum áhrifamikil en myndinni er hins vegar drekkt í henni. Áhorfendur fá ekki að verða hræddir sjálfir heldur er stöðugt spiluð drungaleg tónlist til að segja þeim að vera það,“ segir hann.

„Stór ástæða fyrir því hvað spenna myndarinnar er kraftlítil er hvað ógnin er illa skilgreind. Áhorfendur fá aldrei almennilega að vita hvað Jack hefur í hyggju, hvert hann stefnir eða hvað hann er tilbúinn að gera,“ segir Magnús en hrósar Leifi fyrir að vera „nokkuð sannfærandi“ í hlutverki Jacks.

„Örn Árnason hefur sérhæft sig í gamanleik mestan part ferilsins og því á nýjum slóðum. Mér fannst hann tjá ótta ágætlega en eiga erfiðara með reiði. Ekki hjálpar að hann þurfi að tala meirihluta myndarinnar á ensku,“ segir hann og heldur áfram:

„Margrét fannst mér í mesta brasinu en Áslaug er líka erfiður karakter. Stöðugt að tuða í Birni og síðan sífellt að ögra Jack þegar hann heldur þeim föngnum. Bjánalegri hegðun hennar er aldrei refsað fyllilega sem hefði verið príma leið til að skapa spennu og ógn.“

Magnús segir að honum hafi liðið eins og það hafi vantað nokkrar lykilsenur í byrjun. „Því áhorfendur skilja ekki fyllilega hvað gerist í lokin,“ segir hann.

Lestu gagnrýni hans í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!