fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Fókus
Föstudaginn 21. nóvember 2025 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikuna 22. – 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið veglega lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur.

Lögð verður áhersla á að skapa notalegar stundir fyrir alla fjölskylduna. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og heitt kakó og smákökur verða í boði.

Höfundar og barnakór koma fram

Hátíðin hefst á bókasafninu í Gerðubergi í Breiðholti laugardaginn 22. nóvember kl. 13. Höfundarnir Embla Bachmann og Gunnar Helgason lesa úr nýjum bókum sínum og barnakórinn Graduale Liberi undir stjórn Bjargar Þórsdóttur flytur lög úr Dýrunum á Fróni eftir Stefan Sand og Alfreð Guðmundsson. Auk þess stýrir Iðunn Arna Björgvinsdóttir myndhöfundur skemmtilegri smiðju úr bókaflokknum vinsæla Bekkurinn minn. 

Lestrarhátíð býður upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna þar sem hver viðburðurinn rekur annan fram til sunnudagsins 29. nóvember.

Hvítur föstudagur í Kringlunni

Á svörtum föstudegi verður haldinn hvítur föstudagur á Borgarbókasafninu Kringlunni. Ævar Þór Benediktsson og Þórarinn Eldjárn lesa upp úr nýjum barnabókum, auk þess sem boðið verður upp á krakkajóga, hvítt kakó og smákökur.

Elsti núlifandi rit- og myndhöfundur landsins

Á Borgarbókasafninu Árbæ verður sögustund og furðufiskasmiðja úr Rauða fiskinum eftir Rúnu en það er Ragnheiður Gestsdóttir barnabókahöfundur og dóttir Rúnu sem les upp úr nýrri útgáfu af þessari sígildu perlu og stjórnar smiðjunni. Rúna varð 99 ára á dögunum og er elsti núlifandi rit- og myndhöfundur Íslands.

Kósí jólaball með undirspili og söng

Hátíðinni lýkur á Borgarbókasafninu Spönginni í Grafarvogi þar sem lesið verður upp úr nýjum jólalegum barnabókum og dansað kringum jólatré með undirspili og söng.

 

Nánar um hátíðina alla á heimasíðu Borgarbókasafnsins:

https://borgarbokasafn.is/lestrarhatid-fyrir-born-og-fjolskyldur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Í gær

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga