

People greinir frá. Heimildarmaður miðilsins sagði að undanfarna mánuði hafa þau orðið nánari og að Perry væri spennt að klára tónleikaferðalag sitt.
katy perry & justin trudeau actually look so good together pic.twitter.com/1EeubLdPFU
— kanishk (@kaxishk) November 20, 2025
„Án gríns, þá hefur þetta ár verið eins og hvirfilbylur fyrir hana. Hún hefur ekki einu sinni haft tíma til að hugsa almennilega um lífið eftir tónleikaferðalagið,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að hún mun aðallega eyða tíma með dóttur sinni, Daisy Dove Bloom, sem hún á með fyrrverandi unnusta sínum, leikaranum Orlando Bloom.
En samkvæmt People ætlar nýja stjörnuparið líka að verja einhverjum tíma saman yfir hátíðarnar.
Fyrrverandi eiginkona Trudeau, kanadíska fjölmiðlakonan og fyrirlesarinn Sophie Grégoire, rauf þögnina um samband hans og Katy í byrjun vikunnar. Þau voru gift frá 2005 til 2023 og eiga saman þrjú börn.
Sjá einnig: Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
„Við erum mennsk og sumt hefur áhrif á okkur. Hvernig þú bregst við er þín ákvörðun, þannig ég tek meðvitaða ákvörðun um að hlusta á tónlistina frekar en hávaðann,“ sagði hún meðal annars.