fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Fókus
Föstudaginn 21. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Mexíkó, Fátima Bosch, var í gær krýnd Fröken Heimur í fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Lauk þannig keppni sem verður einkum minnst fyrir mikið drama.

Þann 4. nóvember setti myndband frá viðburði á vegum Miss Universe netið á hliðina en þar mátti sjá framkvæmdastjóra keppninnar í ár, Nawat Itsaragrisil, skamma Ungfrú Mexíkó fyrir að neita að gera kynningarefni fyrir keppnina til að birta á samfélagsmiðlum sínum. Itsaragrisil talaði niður til Bosch og fór svo að hún yfirgaf salinn. Margir keppendur ákváðu að sýna henni stuðning með því að standa sömuleiðis upp og ganga út.

Bosch sagði í viðtali í framhaldinu: „Stjórnandinn ykkar er dónalegur. Hann kallaði mig heimska.“

Forseti Miss Universe-samtakanna, Raul Rocha Cantu, brást við gagnrýninni með yfirlýsingu þar sem hann sagðist standa með keppendum. Hann sagði Nawat hafa gleymt hvað felst í því að vera góður gestgjafi.

Dómarar segja af sér

Nokkrum dögum áður en keppnin hófst kom upp annað drama þar sem Omar Harfouch, sem var dómari keppninnar og meðlimur í formlegri valnefnd, ákvað að segja af sér. Hann sagðist ekki vilja taka þátt í því leikriti sem væri farið í gang og vildi meina að leynilega hefði verið valið í sérstaka dómnefnd sem hefði verið falið að velja þá 30 keppendur sem kæmust í lokakeppnina. Þessi dómnefnd hefði þegar ráðið ráðum sínum og væri að halda niðurstöðunni leyndri og enginn úr formlegri valnefndinni hefði fengið að taka þátt í valinu. Harfouch sagði að þessi nýja dómnefnd væri skipuð aðilum sem hefðu hagsmuna að gæta, svo sem vegna tengsla við einstaka keppendur. Þar með væri dómnefndin ekki hlutlaus.

Þá sagði dómari í keppninni, sem hafði tekið þátt í að velja inn keppendur, af sér. Hann sagðist hafa frétt af því að búið væri að skipa aðra dómnefnd sem ætti að velja þá 30 keppendur sem kæmust í lokakeppnina. Hann og aðrir 7 dómarar úr valnefndinni hefðu ekki verið boðaðir í þessa nýju nefnd.

Miss Universe-samtökin birtu í framhaldinu yfirlýsingu þar sem ásökununum var neitað, en þann sama dag sagði annar dómari keppninnar, fyrrum knattspyrnumaðurinn Claude Makélélé, að hann ætlaði ekki að taka þátt í ár með vísan til persónulegra ástæðna. Degi síðar ákvað formaður formlegu valnefndarinnar, prinsessan Camilla af Borbone, að hún ætlaði ekki að dæma í keppninni í ár.

Nýir dómarar voru skipaðir í stað þeirra sem höfðu stigið til hliðar, þar með talið Natalie Glebova en skömmu síðar kom á daginn að hún hafði persónulega þjálfað keppandann frá Kanada.

Ungfrú Ísland, Helena Hafþórsdóttir O’Connor, ákvað að draga sig úr keppninni vegna veikinda.

Sjá einnig:Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Ekki var dramað búið og er í raun enn í gangi því nú er talið að úrslit keppninnar hafi verið ákveðin fyrirfram. Skömmu áður en lokakvöldið fór fram sagði Harfouch í samtali við HBO að Ungfrú Mexíkó myndi vinna. Eftir að það var komið í ljós að hann hafði rétt fyrir sér skrifaði hann á samfélagsmiðla að þetta hefði verið augljós niðurstaða enda sé faðir Ungfrú Mexíkó viðskiptafélagi Raul Rocha Cantu, forseta Miss Universe-samtakanna. „Raul Rocha og sonur hans hvöttu mig, fyrir viku síðan í Dubai, til að kjósa Fatima Bosch því hún þyrfti að vinna þar sem „það yrði gott fyrir rekstur okkar,“ sögðu þeir.“

Þegar Bosch var krýnd mátti strax heyra óánægju í salnum þar sem áhorfendur kyrjuðu í kór: „matreiðsluþáttur“ eða (e. cooking show) sem er slangur í heimi fegurðasamkeppna um fyrirframákveðin úrslit.

Nawat Itsaragrisil birti óræða færslu á samfélagsmiðlum í framhaldinu: „Tíu milljarðar orða sem ég get ekki látið frá mér. Við gerðum okkar besta“.

Til viðbótar við framangreint má nefna að nokkri keppendur lentu í slysum. Ungfrú Bretland hrasaði og féll af sviðinu á miðvikudaginn og Ungfrú Jamaíka endaði á sjúkrahúsi eftir að hún féll af sviðinu þegar keppendur sýndu kvöldkjóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Í gær

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga