

Glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi, sem teiknað er af Kjartani Sveinssyni, er komið á sölu. Um er að ræða hús við Blikanes 8 en húsið er 214,5 m² á stærð og skiptist má finna í því fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Hér má sjá myndir af húsinu en uppsett verð er 199 milljónir króna.

Umrætt hús er æskuheimili Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta Íslands, en þar fæddist hann og ólst upp. Húsið var í eigu fjölskyldunnar í ríflega hálfa öld en árið 2005 seldi móðir Guðna, Margrét Thorlacius, húsið til Patreks Jóhannessonar, handboltakempu og yngri bróður forsetans fyrrverandi. Patrekur átti fasteignina í rúman áratug, allt til ársins 2016, þegar það var loks selt til aðila utan ættarinnar.