fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 09:30

Kevin Spacey. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kevin Spacey var eitt sinn virtur leikari en fyrir sjö árum síðan var hann sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Síðan þá hefur líf hans farið niðurleið og er hann í dag heimilislaus.

„Ég bý á hótelum eða Airbnb íbúðum. Ég fer þar sem ég fæ vinnu,“ sagði hann í nýlegu samtali við The Telegraph. „Ég bókstaflega á ekki heimili, það er það sem ég er að reyna að segja.“

Leikarinn sagði einnig að fjárhagsstaða hans væri „ekki frábær“ en hann væri þó ekki gjaldþrota.

„Mér líður smá eins og ég sé aftur kominn á byrjunarreit,“ sagði hann. „Allt er í geymslu og ég vona að ef hlutirnir lagast einn daginn þá geti ég skapað mér heimili á ný.“

Spacey var árið 2023 sýknaður af ásökunum fjögurra karlmanna sem sökuðu hann um kynferðisbrot.  Hann hefur einnig alltaf neitað sök en gekkst við því að hafa verið „fjölþreifinn“ í samskiptum sínum við karlmenn í gegnum tíðina.

Sjá einnig: Kevin Spacey brast í grát í viðtali – Segist vera að missa húsið sitt og gengst við að hafa verið fjölþreifinn

Leikarinn var fyrir nokkrum árum síðan einn virtasti leikarinn í Hollywood en hefur nú fallið í ónáð eftir fjölda ásakana um kynferðisbrot. Í fyrra kom út heimildarmyndin Spacey Unmasked þar sem rætt var við 10 karlmenn sem sögðust hafa lent í Spacey, en enginn þessara 10 hafði þó formlega kært leikarann. Spacey hefur gagnrýnt myndina fyrir að vera einhliða umfjöllun sem byggi á nafnlausum sögum sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir. Hann minnti á að fjögur mál hafi verið tekin fyrir af dómstólum og hann í öllum tilvikum sýknaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Í gær

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega