

Miðasala hefst í dag klukkan 12:00 á stubb.is og má búast við mikilli eftirspurn eftir miðum.
„Mobb Deep gaf nýlega út plötuna Infinite sem nú þegar hefur fengið vægast sagt góða dóma. Platan er að fá fullt hús stiga bæði frá gagnrýnendum og helstu aðilum úr hip-hop senunni, og undirstrikar platan enn og aftur hversu sterk arfleifð Mobb Deep er,” segir í tilkynningunni.
Mobb Deep, sem var stofnuð árið 1993, var upphaflega skipuð þeim Prodigy og Havoc. Prodigy lést árið 2017 en á nýjustu plötunni, Infinite, má þó heyra óútgefið efni sem tekið var upp fyrir andlát hans. Á tónleikunum í mars sem fram fara í KR-höllinni koma þeir Big Noyd og Dj L.E.S fram ásamt Havoc.
„Það er því ljóst að tónleikarnir hér á landi verða bæði ferðalag í gegnum gullaldarár gangsta-rappsins og fögnuður nýrrar útgáfu,“ segir í tilkynningu frá Liveproject.