fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 09:29

Havoc úr Mobb Deep á tónleikum í Atlanta í októbermánuði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hiphop-sveitin Mobb Deep mun halda tónleika í KR-höllinni þann 24. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að um sé að ræða einstakt tækifæri fyrir íslenska tónlistarunnendur til að upplifa eina áhrifamestu hljómsveit hiphop-sögunnar.

Miðasala hefst í dag klukkan 12:00 á stubb.is og má búast við mikilli eftirspurn eftir miðum.

„Mobb Deep gaf nýlega út plötuna Infinite sem nú þegar hefur fengið vægast sagt góða dóma. Platan er að fá fullt hús stiga bæði frá gagnrýnendum og helstu aðilum úr hip-hop senunni, og undirstrikar platan enn og aftur hversu sterk arfleifð Mobb Deep er,” segir í tilkynningunni.

Mobb Deep, sem var stofnuð árið 1993, var upphaflega skipuð þeim Prodigy og Havoc. Prodigy lést árið 2017 en á nýjustu plötunni, Infinite, má þó heyra óútgefið efni sem tekið var upp fyrir andlát hans. Á tónleikunum í mars sem fram fara í KR-höllinni koma þeir Big Noyd og Dj L.E.S fram ásamt Havoc.

„Það er því ljóst að tónleikarnir hér á landi verða bæði ferðalag í gegnum gullaldarár gangsta-rappsins og fögnuður nýrrar útgáfu,“ segir í tilkynningu frá Liveproject.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Í gær

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega