fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er í lagi að byrja að spila jólalög í nóvember, jafnvel september eða október, ef svo ber undir? Þetta er spurning sem margir hafa skoðun á og einn þeirra er fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason.

Egill skrifaði stutta færslu á Facebook á dögunum sem vakti þó gríðarlega athygli. Þegar þetta er skrifað hafa um 150 manns skrifað athugasemd við færsluna þar sem Egill sagði eftirfarandi:

„Ég veit ekki með ykkur en mér finnst jólalög í miðjum nóvember vera of mikið af því góða. (Sit á veitingastað og heyri skelfilega soul-útgáfu af Heims um ból.)“

Það er óhætt að segja að flestir hafi tekið undir með Agli þó einn og einn hafi verið honum ósammála.

„Það er nóg að byrja þegar aðventan gengur í garð,“ segir einn og eru fleiri þeirrar skoðunar að miða eigi við aðventuna. „Sammála, fínt að miða við fyrstu helgina í aðventu,“ segir annar. „Þetta er komið út í algjöra dellu,“ segir einn.

„Það er farið að teygjast ansi mikið úr jólunum, í allar áttir,“ segir annar og bæta aðrir við að lög eins og Heims um ból eigi helst að heyrast fyrst á aðfangadagskvöld – þegar sjálf jólin ganga í garð.

„Hjartanlega sammála. Jólalög í desember og Heims um ból alls ekki fyrr en í jólavikunni sjálfri,“ segir í einni athugasemd.

Það eru þó ekki allir sammála Agli.

„Jólin eru góð, jólalög í nóvember er í lagi, njótum bara, hættum að kvarta yfir öllu,“ segir einn og annar bætir við: „Vertu bara heima hjá þér þá, ef þú þolir þetta ekki.“

Marta María Winkel, ritstjóri Smartlands á mbl.is, er einnig hjartanlega ósammála Agli.

Æji!! Ekki vera svona fúll elsku hjarta,“ sagði Marta. Því svaraði Egill svona: „Þvert á móti vil ég gleðjast og vera hress og ekki hlusta á þennan “andlega seim” í tíma og ótíma.“

Hvað segja lesendur? Hvenær á að byrja að spila jólalögin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag
Fókus
Í gær

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar