fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

Fókus
Föstudaginn 7. nóvember 2025 07:30

Barbara er látin, aðeins 31 árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski áhrifavaldurinn Bárbara Jankavski, betur þekkt sem „hin mennska Barbie“ er látin, aðeins 31 árs að aldri.

Ástæðan fyrir því að hún var kölluð „Barbie“ var vegna fjölda fegrunaraðgerða sem hún gekkst undir til að líkjast frægu dúkkunni. Hún sagðist hafa farið í um 27 aðgerðir, þar á meðal andlitslyftingu sumarið 2025.

Hún naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum.

Bárbara fannst látin þann 2. nóvember heima hjá sér í Sao Paulo í Brasilíu.

Málið þykir grunsamlegt og er lögreglan að rannsaka hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Samkvæmt lögregluskýrslu réði lögmaðurinn Renato Campos Pinto de Vitto, 51 árs, hana til „kynferðislegrar þjónustu“ umrætt kvöld. Hann gekkst við því í skýrslutöku og sagði þau hafa neytt ólöglegra vímuefna. Þegar Barbara fannst látin var hún aðeins í nærfötum og með áverka á vinstri auga, en vinur lögmannsins sagði þetta vera eftir fall.

Málið er til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðum krufningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“