fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 09:49

Hermann Nökkvi Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Nökkvi Gunnarsson fjölmiðlamaður segist elska að mæta í vinnuna sína alla morgna og að það séu sönn forréttindi að fá að tala við fólk úr ólíkum áttum alla daga. Hermann, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist meðal annars hafa byrjað að vinna sem blaðamaður af því að honum hafi oft á tíðum fundist fjölmiðlar of einhliða í umfjöllun sinni um mörg mál.

„Ég hef verið ósáttur við það hvað mér finnst fjölmiðlar oft vera einhliða í umfjöllun sinni á alls kyns málum. Ég hafði unnið áður sem kosningastjóri og ráðgjafi fyrir alls konar frambjóðendur og skrifað fyrir þá alls konar texta. Ég hafði aldrei hugsað mér að verða blaðamaður, en það var einhvern tíma einhver sem spurði mig hvort ég vildi ekki skella mér í blaðamennsku af því að viðkomandi fannst ég skrifa góða texta. Ég ákvað í kjölfarið að sækja um og fékk vinnu, en þetta var ekki eitthvað sem hafði blundað í mér lengi áður en það átti sér stað. En núna elska ég vinnuna mína. Það að vera blaðamaður eru algjör forréttindi. Þú ert alltaf að tala við fólk sem þú værir annars ekki að tala við og þannig lærir maður mjög mikið. Ég man þegar ég var nýbyrjaður og tók viðtal við bónda úti á landi um heyskapinn og hann sagði: ,,Heyið er gott núna” og ég skildi ekkert hvað hann var að fara, en svo hringdi ég í fleiri bændur og allt í einu fór ég að fá mikinn áhuga á slættinum hjá þessum bændum. Þetta er bara lítið dæmi um að á hverjum einasta degi er ég að ræða við fólk sem ég væri annars ekki að ræða við og ég elska það. Ég er forvitinn að eðlisfari og þetta fengi ég held ég ekki í neinu öðru starfi,” segir Hermann, sem hefur meðal annars fjallað mikið um stjórnmálin í Bandaríkjunum og var þar þegar síðustu forsetakosningar fóru fram:

„Trump er augljóslega stórgallaður einstaklingur að mörgu leyti og segir og gerir hluti sem er stundum mjög erfitt að skilja. En vandinn sem hefur komið upp á síðustu árum hefur verið að fjölmiðlar hafa alltaf fært allt upp í milljón sem hann segir. Það er allt orðið að ógn við lýðræðið og fasisma og eitthvað sem við eigum ekki að lifa við. Það sem gerist á endanum er að Bandaríkjamenn verða ónæmir af því að það er búið að kalla „Úlfur, úlfur” svo lengi að fólk er hætt að hlusta. Það er ekki góð þróun ef fólk er hætt að trúa fjölmiðlum og stundum verða fjölmiðlarnir að líta í eigin barm til að sjá hvað þeir gætu gert öðruvísi og betur. Það er eins og fjölmiðlar hafi haldið að Bandaríkjamenn hafi ekki lifað fyrra kjörtímabil Trumps. Það endaði illa með Covid-inu, en á fyrstu þremur árunum var mikill hagvöxtur, engin ný stríð og það fór ekkert til helvítis. Þannig að þegar það átti að selja fólki það fyrir síðustu kosningar var alltaf ólíklegt að það væri að fara að virka. Kjósendur í Bandaríkjunum voru upp til hópa ekki hræddir um að lýðræðið væri að hverfa og á ákveðinn hátt hafa þeir sem gengu lengst í að mála alltaf upp verstu myndina af Trump hjálpað honum mest í að vinna kosningarnar. Ef fjölmiðlar vilja að fólk taki mark á þeim verða þeir að leitast við að segja satt og rétt frá. Að sama skapi verða stjórnmálaflokkar að búa til ástæðu til þess að fólk vilji kjósa þá, en ekki bara mála upp hræðilega mynd ef einhver annar er kosinn.”

Hermann er á því að einsleitni sé alls ekki góð, hvort sem er í stjórnmálum eða í fjölmiðlum. Blinda hliðin geti orðið stór ef allir koma frá sama bakgrunni og umgangast sama fólkið. Það eigi bæði við um fólk hægra megin við línuna og vinstra megin við línuna.

„Ég auðvitað hvet fólk til að mennta sig ef það vill, en á sama tíma er menntun ekki allt og við eigum að meta reynslu fólks af lífinu líka. Þó að ég sé ennþá ungur hef ég unnið alls konar önnur störf og það hefur gefið mér innsýn inn í líf venjulegs fólks. Við verðum alltaf að vera á tánum í að bæta okkur, halda áfram að vera forvitin og festast ekki í einhverjum pól hugmyndafræði. Þó að ég sé almennt hægra megin við línuna sé ég sumt það sem er að gerast í Bandaríkjunum sem skort á prinsipum sem hægra fólk ætti að hafa. Það að ríkið sé að þagga niður í röddum er aldrei gott, sama hvort það kemur frá hægri eða vinstri. Að sama skapi eiga þeir sem eru innilega á móti slaufunarmenningu að halda sig við þau prinsip, þó að núna gæti verið möguleiki á að slaufa vinstra fólki í ákveðnum tilvikum af því að pendúllinn hefur verið að snúast. Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg og hvaða tjáning ekki. Þú vilt til dæmis ekki gefa stjórnvöldum óheft leyfi til að skilgreina hvað er hatursorðræða, af því að það er svo stutt í að allt það sem þú ert ósammála sé þá bara orðið að hatursorðræðu. Fólk sem hefur verið að tala fyrir slaufunum og skerðingu á tjáningarfrelsi vinstra megin við línuna ætti að sjá viðvörunarbjöllurnar í þeirra eigin reglum núna þegar pendúllinn er að snúast. Við ættum alltaf að tryggja það að tjáningarfrelsið sé öruggt hverju sinni, alveg sama hver er við stjórnvölinn.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Hermann og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein