

Vinkonuhópurinn samanstendur af áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Birgittu Líf Björnsdóttur, Ástrós Traustadóttur, Magneu Björg Jónsdóttur, Ínu Maríu Norðfjörð og Kristínu Pétursdóttur.
Þær slógu á létta strengi í myndbandi sem Sunneva birti á TikTok þar sem þær unnu „til verðlauna“ fyrir að vera „hataðasti vinahópurinn.“
„Allir hata okkur,“ sagði Sunneva með færslunni.
@sunnevaeinars everyone hates us 😼 @LXS ♬ original sound – Variety
Vinkonurnar eru meðal vinsælustu áhrifavalda landsins og hafa fengið eigin raunveruleikaþætti á Stöð 2.