Tveir franskir stærfræðingar halda því fram í nýrri metsölubók að vísindin styðji við kenninguna um tilvist æðri máttarvalds.
Í bókinni God, the Science, the Evidence: The Dawn of a Revolution, sem kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum í næstu viku, segja Olivier Bonnassies, 59 ára, og Michel-Yves Bolloré, 79 ára, að rökfræði og vísindalegar niðurstöður hallist nú að því að alheimurinn hafi verið skapaður.
Höfundarnir byggja mál sitt á þremur meginrökum: að alheimurinn sé bundinn í tíma og rúmi, að hann virðist hafa upphaf og að eðlisfræðilegir eiginleikar hans séu svo nákvæmlega stilltir að líf væri ógerlegt ef aðeins væri hnikað lítillega við þeim.
„Vísindin eru orðin bandamenn Guðs,“ segir Bonnassies, sem telur að pendúllinn sé að sveiflast frá trúleysi yfir í trú.
Bókin hefur þegar selst í 440 þúsund eintökum í Frakklandi og fengið meðmæli frá þekktum vísindamönnum – þar á meðal Nóbelsskáldinu Robert Wilson, sem þó segist ekki sannfærður um skapara en viðurkennir að hugmyndin sé „röklega samkvæm ef alheimurinn á sér upphaf“.
Gagnrýnendur minna á að margir fræðimenn, þar á meðal Stephen Hawking og Richard Dawkins, hafi hafnað slíkum ályktunum og haldið því fram að alheimurinn geti hafa orðið til af sjálfu sér án íhlutunar æðri máttarbalda.
Útgáfan vonast þó til að bókin hitti bæði trúaða og efasemdarmenn – á tímum þar sem yngra fólk virðist aftur sýna trú aukinn áhuga.