Í áttundu þáttaröð, og jafnframt þeirri síðustu sem hann lék í, var Charlie Sheen að þéna um tvær milljónir dala fyrir hvern þátt eða um 240 milljónir króna. Jon Cryer var að þéna um þriðjung af þeirri upphæð og það var ekki fyrr en Sheen hætti þar til Cryer byrjaði að þéna 75 milljónir króna fyrir hvern þátt.
Jon Cryer ræddi um launamuninn á milli þeirra í nýjum Netflix-heimildarþáttum, aka Charlie Sheen.
Cryer sagði að ástæðan fyrir því að Sheen hafi fengið svona vel borgað var því líf hans var í algjöru rugli.
En Sheen var rekinn úr þáttunum árið 2011 vegna hegðunar sinnar og tók leikarinn Ashton Kutcher við stöðunni og fór með hlutverk Walden Schmidt.
Cryer fékk þá um 75 milljónir fyrir hvern þátt og Kutcher um 85 milljónir.