Undanfarið hefur sést lítið til grínistans Ellen DeGeneres og leikkonunnar Portia de Rossi. Hjónin hafa haldið sig að mestu frá sviðsljósinu eftir að Ellen var sökuð um eitraða vinnustaðamenningu við gerð The Ellen DeGeneres Show.
Nýtt myndband af þeim hefur vakið mikla athygli, en líka mikla reiði. Í því má sjá þær mæta á viðburð í París með öryggisverði í kringum sig. Annað par er í mynd, sem virðist vera ferðamenn, og var þeim ýtt úr vegi stjörnuhjónanna.
Horfðu á myndbandið hér að neðan, ef færslan birtist ekki smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Margir veltu fyrir sér af hverju það þurfti að ýta parinu, þar sem það var nóg pláss.
Báðar Ellen og Portia virtust ekki kippa sér upp við atvikið, eða þá ekki taka eftir því.
Franska Instagram-síðan Pure People birti myndbandið og hafa fjöldi athugasemda verið ritaðar við færsluna, margir lýsa yfir miklum vonbrigðum og gagnrýna stjörnuhjónin.