fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Fókus
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 08:30

Camila Alves, Matthew McConaughey og Gillian Anderson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndbandi sem birt var á TikTok virðist sem bandarísku leikararnir Matthew McConaughey og Emma Roberts hafi algjörlega hunsað bresku leikkonuna Gillian Anderson á tískusýningunni Jacquemus Paris Fashion Week sem fór fram á sunnudag.

Í myndbandinu má sjá Anderson, sem þekktust er fyrir X-Files og Sex Education, brosa óþægilega og stara beint fram fyrir sig á meðan hún sat í fremstu röð á milli McConaughey og Roberts. Þau tvö síðarnefndu hölluðu sér yfir Anderson og ræddu saman eins og sjá má í myndbandinu sem franska tískuhúsið deildi á TikTok.

Roberts sást tala af krafti með höndunum á meðan McConaughey hallaði sér að henni. Hvorugt þeirra virðist bjóða Anderson að vera með í samtalinu.

@jacquemus Front row at the #Jacquemus show. #JulesKounde #LauraHarrier #MatthewMcConaughey #GillianAnderson #EmmaRoberts #Stormzy #AyaNakamura #BBtrickz #ArmandDuplantis #BenitoSkinner ♬ Mozart/Requiem „Lacrimosa“(1394506) – Mint

Netverjar létu til sín heyra í athugasemdum við myndbandið.

„Aumingja Gillian situr föst við hliðina á Emmu Roberts,“ skrifaði einn.

„Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss? Gillian kemst varla fyrir,“ sagði annar.

McConaughey var í fylgd með eiginkonu sinni, Camilu Alves, sem sat hinu megin við hann.
Það virðist sem þessi vandræðalega stund hafi þó aðeins verið skammvinn þar sem McConaughey og Alves sátu fyrir á mynd með Anderson á viðburðinum. Anderson tók einnig mynd með McConaughey og Roberts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum