Hallgrímur Helgason rithöfundur greinir frá því að hafa fundið gersemar í dánarbúi móður sinnar. Teikningar sem hann teiknaði og sendi móður sinni sex ára gamall þegar hún lá á spítala og átti bræður hans, tvíburana Ásmund og Gunnar.
„Í dánarbúi fundust gleymdar sendingar. Þegar mamma fór á spítalann að eiga tvíburana, bræður mína, Gunnar Helgason og Ásmundur Helgason, í nóvember 1965, sendi sex ára bróðir þeirra móður sinni myndskreytt bréf á hverjum degi og eftirfylgnibréf sem spurði hvort hin bréfin hefðu ekki verið góð?! (Snemma beygðist læk-krókurinn). Tíðarandinn er og þarna í kabbojgervi og svo hefur hið nýtilkomna síðhæri verið umtalað þarna, sem og Bítlarnir!“
Móðir bræðranna, Margrét Schram, lést 13. maí síðastliðinn, 92 ára að aldri.