fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Fókus
Föstudaginn 11. apríl 2025 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að endurhugsa vinalistann og hreinsa aðeins til á honum.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Hún skrifar færslu á Facebook um vini og hverjir verðskulda þann sess í þínu lífi.

„Félagsleg tengsl geta nært okkur, en líka keyrt taugakerfið lóðrétt upp í himinhvolfið,“ segir hún.

„Stundum þarf að gera vorhreingerningu í félagsnetinu og skrúbba út fólk sem lætur kvíða og streitu grassera í taugakerfinu fyrir og eftir samneyti við þau.“

Hún tekur nokkur dæmi, eins og fólk sem við þurfum að setja upp grímu og getum ekki verið við sjálf. Fólk sem hefur aldrei samband að fyrra bragði, nema það vantar eitthvað frá okkur.

„Fólk sem er á sjálfshátíð þegar þið hittist. Gubbar yfir þig öllu sem þau hafa gert, séð, sagt. En ekki ein spurning um þína hagi. Fólk sem hlustar ekki. Fólk sem mergsýgur batteríið okkar,“ segir hún.

Eflaust tengja einhverjir við lýsingar Ragnhildar. Hún nefnir fleiri dæmi.

Eins og fólk sem reiðist þegar þú setur mörk. „Beita klækjabrögðum, þríhyrningum, samviskubitsvæðingu, fýlustjórnun. Fólk sem þvingar þig til að gera sér greiða með því að planta samviskubiti og sektarkennd gegnum tilfinningalegt ofbeldi.“

Færslan hefur slegið í gegn hjá netverjum og yfir 500 manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Í gær

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 5 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök