fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Kastaðist í kekki milli White Lotus parsins? – Ástin logaði á skjánum

Fókus
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja þáttaröð White Lotus hefur nú lokið göngu sinni og svo virðist sem kastast hafi í kekki milli leikaranna Aimee Lou Wood og Walton Goggins. Í þáttaröðinni léku þau parið Rick og Chelsea.

Aðdáendur þáttanna láta ekkert fram hjá sér fara og tóku eftir því að leikararnir voru ekki lengur að fylgja hvort öðru á Instagram. Svo virðist sem Goggins hafi blokkað Wood þar sem ummæli hennar við fyrri færslur hafa horfið af síðunni hans, á meðan hans birtast enn á hennar. Sögusagnirnar fóru enn frekar á flug þegar þau hvort um sig deildu sinni persónu úr þáttunum á samfélagsmiðlum án þess að merkja hvort annað í færslurnar.

Goggins hrósaði þó samstarfskonu sinni eftir að lokaþátturinn var sýndur. 

„Þakka þér Aimee Lou fyrir að vera félagi minn… ferð sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði hann í texta við myndir sem sýndu á bak við tjöldin við gerð þáttaraðarinnar.

Wood birti mynd af þeim saman ásamt textanum „Hinn fullkomni stormur 🩷 ☯️ ♾️“.

Þrátt fyrir sögusagnirnar tala leikararnir í jákvæðu ljósi um hvert annað í viðtölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts