fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. mars 2025 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru veitt í 97. sinn í gærkvöldi  í Dolby Theatre í Los Angeles. 

Bandaríski leikarinn Adrien Brody hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Brutalist.

Þegar Brody var byrjaður að ganga upp tröppurnar á sviðið og sendandi kossa til áhorfenda í salnum áttaði hann sig á því að hann var enn með jórturleðrið í kjaft. Hann tók það út og sneri við og ætlaði aftur í sætið sitt, óviss með hvað hann ætti að gera við tyggjóið.

Kærasta hans, leikkonan og tískuhönnuðurinn, Georgina Chapman, var fljót að koma honum til bjargar og kom hlaupandi að sviðinu með útréttar hendur.  Brody henti tyggjóinu í átt til hennar, en hitti ekki. 

Áhorfendur voru ekki sáttir og létu skoðun sína í ljós á X:

„Þú ert nýbúinn að vinna Óskarinn, af hverju ekki að setja tyggjóið í vasann á smókingnum?“

Annar sagði að staða hjá Chapman í að velja góða menn væri 0-2 og vísaði þar til fyrrum eiginmanns hennar, fyrrum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem ákærður var og dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota.

Sumir aðdáendur hvöttu Brody hins vegar til að giftast Chapman og tóku fram að parið hlyti að elska hvort annað fyrir að vilja redda hvort öðru í þessum aðstæðum.

Brody og Chapman

Brody tók sér síðan góðan tíma í þakkarræðu sína, og þverneitaði að hætta, þegar tónlist byrjaði að hljóma sem gefur vinningshöfum til kynna að þeir hafi látið móðan mása yfir tilsettan tíma. Hann sussaði einfaldlega í hljóðnemann og sagðist kunna þetta og hafa gert áður, tónlistin þagnaði og Brody kláraði sitt mál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin