fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 13:22

Ryan og Tanja Ýr. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir og kærasti hennar Ryan Amor eignuðust dreng þann 23. janúar síðastliðinn.

Parið vildi bíða með að tilkynna fæðingu barnsins en fengu engu um það ráðið þar sem Mbl greindi frá því í gær.

Tanja gagnrýnir vinnubrögð Mbl í Story á Instagram.

„Það hefur verið smá erfitt að koma þessu í orð en finnst þó svo mikilvægt að koma inn á þetta þar sem þetta er ekki í lagi“ segir hún.

„Í gær birti fréttamiðill tilkynningu um að barnið okkar væri komið í heiminn með dagsetningunni hans. Þessari tilkynningu var ég spennt fyrir að fá að segja fyrst frá en það var tekið frá mér.

Ég vakna alsæl úr lögn og fæ fullt af skilaboðum og ég skildi ekki alveg af hverju enn þá kom í ljós að miðill hafi birt á undan mér að við værum búin að eiga.“

Tanja segir að þau Ryan hafi ákveðið að greina ekki strax frá tíðindunum en þau hafi eiginlega verið tilneydd til þess eftir að Mbl birti sína frétt. „Vildum hundrað prósent bíða eftir fimm daga skoðun og vita að okkar maður væri í góðu lagi því það er okkur mikilvægast,“ segir hún.

Skjáskot/Instagram

„Ég er ekki leið og vil ekki einbeita mér að því neikvæða, enda besti tíminn okkar,“ segir Tanja.

Drengurinn fór í fimm daga skoðun í dag og fékk hann fulla einkunn. „En ég hugsa til þess hvað ef ekki hefði verið allt í lagi? Og eða jafnvel ég ekki tilbúin að deila,“ segir hún.

„Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni þegar ég vakna eftir lögnina mína í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 1 viku

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír