fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:30

Ásdís Rán Gunnarsdóttir Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist hafa farið langt út fyrir þægindarammann á síðasta ári með framboði sínu til forseta Íslands. Hún segist afar þakklát fyrir liðið ár og hlakki til þess sem 2025 ber í skauti sér.

„Þetta var örugglega stærsta áskorun sem ég hef tekið að mér. Ég er náttúrulega mjög „spontaneous“ og eins og flestir vita þá undirbjó ég mig ekki neitt heldur kastaði mér bara út í köldu laugina,“ sagði Ásdís í samtali við Kristínu Sif í þætti hennar á K100.

Ásdís Rán segir þá aðferð henta sér oft vel og hjálpi henni að forðast of miklar vangaveltur. Hún viðurkennir þó að árið hafi oft verið stressandi.

Ásdís Rán útilokar ekki að hún bjóði sig fram til forseta Íslands á ný í framtíðinni. Það fari þó eftir því hvar hún verður stödd í lífinu eftir 8–12 ár – eða jafn lengi og hún spáir því að Halla Tómasdóttir gegni embættinu.

„Kannski verð ég bara æst í að gera þetta aftur – og betur,“ sagði Ásdís Rán sem sagðist helst hafa lært af árinu 2024: 

„Að vera samkvæm sjálfri mér og taka á móti krefjandi áskorunum. Ég lærði svo mikið um Ísland, þjóðina og fólkið í landinu. Þessi forsetaskóli var algjörlega einstakur – eins og að fara í háskólanám. Það var svo margt sem ég lærði.“

Í lok síðasta árs gaf Ásdís Rán út bókina Celebrate You: The Art of Self-Love sem fæst á Amazon. Bókin er ný og endubætt ensk útgáfa af bókinni Valkyrja sem hún gaf út árið 2017.

Sjá einnig: Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ásdís Rán var gestur Fókus í júní árið 2023.

Sjá einnig: Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus:„Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á