fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

„Eiginkonan getur ekki horft í augun á mér eftir að ég sagði henni leyndarmálið mitt“

Fókus
Föstudaginn 14. júní 2024 15:27

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ákvað að deila leyndarmáli með eiginkonu sinni. Það er óhætt að segja að hún hafi tekið illa í það og nú óttast hann að hjónabandið sé búið.

„Ég hef haldið því leyndu fyrir eiginkonu minni í mörg ár að ég klæðist stundum kvenmannsnærfötum. Ég ákvað nýlega að það væri kominn tími til að segja henni sannleikann,“ skrifar maðurinn í bréfi til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Hún kallaði mig frík og nú getur hún ekki horft í augun á mér. Ég er hræddur um að samband okkar verði aldrei samt.“

Maðurinn er 52 ára og eiginkona hans er 49 ára. Þau hafa verið saman í 20 ár.

„Ég hef notið þess að klæðast g-streng síðan ég var ungur maður en ég venjulega klæðist bara kvenmannsfötum í einrúmi. En ég hef oft látið mig dreyma um að stunda kynlíf á meðan ég er í fötunum.

Ég hef alltaf skammast mín fyrir þetta og aldrei vitað hvernig ég ætti að tala um þetta. 

Um daginn fann eiginkona mín nærbuxnasafnið mitt og í stað þess að ljúga einhverju þá ákvað ég að segja henni sannleikann.

Hún var fljót að bregðast illa við. Hún sagði að það væri eitthvað að mér og ég þyrfti hjálp.

Ég er miður mín að þetta sé núna hennar álit á mér. Hvernig get ég lagað þetta?“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú ert ekki frík. Þú ræður því algjörlega í hvers konar nærfötum þú vilt vera og margir karlmenn njóta þess að klæða sig í kvenmannsföt.

Það er einnig ekki óalgengt að þykja þetta vera „turn on.“

Konan þín er örugglega í áfalli og uppnámi að þú hafir haldið þessu leyndu í svona mörg ár. Gefðu henni tíma að melta þetta, segðu henni að þú sért sami maður og áður, og vonandi jafnar hún sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar