fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Katrín Edda bauð í kynjaveislu í bongóblíðu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:56

Katrín Edda Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Edda Þorsteinsdóttir véla- og orkufræðingur og Markus Wasserbach eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau dótturina Elísu Eyþóru sem fæddist í desember 2022.

Fjölskyldan sem er búsett í Þýskalandi er stödd á Íslandi og héldu hjónin kynjaveislu í gær þar sem þau opinberuðu kynið á bumbubúanum. Veislan var haldin í garðinum hjá móður Katrínar Eddu sem búsett er í Hlíðunum í Reykjavík. 

Blöðrubogi frá Baluniceland, kaka frá Sætar syndir, veitingar frá Joe and the Juice, hoppukastali og fleira var á meðal þess sem gestum var boðið upp á í brakandi veðurblíðunni í gær. 

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Katrín Edda klæddist bleikum kjól í tilefni dagsins og sagðist einnig hafa viljað vera í einhverju bláu en þó ekki viljað splæsa í bláan kjól bara af þessu tilefni. Lendingin var því blá slaufa í hárið.

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Að lokum var komið að því sem allir biðu eftir og fjölskyldan stillti sér upp við blöðruboga og Markus opnaði blys og blár reykur steig upp, von er á dreng, en Katrín Edda er hálfnuð á meðgöngunni.

Mynd: Instagram

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“