fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Ísak endaði á götunni sem unglingur – „Það versta sem foreldri getur gert gagnvart börnunum sínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2024 19:59

Ísak Morris er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur þrisvar sinnum legið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hann endaði á götunni þegar hann var átján ára gamall þegar mamma hans flutti úr landi og skildi hann einan eftir. Þar kynntist hann morfínefnum og við tók margra ára barátta við fíknisjúkdóm.

Hann náði um tíma sjö ára edrúmennsku, eignaðist fjölskyldu og börn og lifði ósköp venjulegu lífi. Síðan bankaði sjúkdómurinn upp á og tók yfir líf hans. Hann kynntist þá krakki og missti vitið í kjölfarið, bókstaflega. Hann endaði á fíknigeðdeild og lýsir tímabilinu sem tók við í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Sjá einnig: Missti vitið út af krakkneyslu – „Það kom lögreglubíll og sjúkrabíll og þeir tóku mig bara úr umferð“

„Inni á geðdeild hringdi ég í ömmu mína. Ég var sendur til hennar þegar ég var í níunda og tíunda bekk, ég var vandræðagemsi eða hvað sem við köllum það. Ég hringdi í hana og spurði: „Amma, má ég koma til þín í sveitina?“ Hún sagði já og viku seinna var ég kominn til hennar, á sveitabæ rétt hjá Djúpavogi,“ segir Ísak.

„Ég ætlaði að halda áfram að liggja en amma mín… hún dó fyrir stuttu og ég er ennþá að syrgja hana […] hún var algjör engill. Hún tók það ekki í mál. Hún var svona týpa: „Þú liggur ekki allan daginn.“ Hún fann verkefni fyrir mig. Ég sagði: „Amma, þú skilur ekki hvaðan ég er að koma, ég er búinn á því.““

Amma hans hélt nú ekki. Hann átti að drífa sig á fætur og koma með henni út að tína köngla.

Amma stappaði í hann stálinu

Þá byrjaði boltinn að rúlla og hægt og rólega fór Ísak að líða betur. Hann byggði sig upp, byrjaði að vinna á leikskóla á Egilstöðum. „Ég ætlaði ekki að vinna en amma tók það ekki í mál og sagði mér að sækja um. „Nú ferð þú bara að lifa lífinu,“ sagði hún. Þetta er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið,“ segir hann.

Eftir þennan tíma sneri Ísak aftur í höfuðborgina, óviss um hvaða stefnu líf hans myndi taka og hvaða verkefni biðu hans.

Ísak Morris er gestur vikunnar í Fókus.

Versta sem foreldri getur gert

„Það fallega við þetta, það er mikið af fólki í kringum mig sem elskar mig, það er mín blessun vegna þess að það eru margir sem hafa engan,“ segir Ísak.

„Kannski ágætt að koma því að, það versta sem foreldri getur gert gagnvart börnunum sínum, ef þau eru komin í neyslu, er að loka á þau. Það held ég að hafi haft ein afdrifaríkustu áhrif á líf mitt og mitt trauma og mínar tilfinningar, þegar að fjölskyldan lokar á mig. Þá er engin leið út. Þá er ég ekki lengur partur af samfélagi, ég er ekki tengdur. Þá hefur maður engu að tapa. Ef foreldrar eru að díla við þetta, auðvitað á maður ekki að ýta undir neyslu hjá öðrum eða neitt slíkt. En maður á alltaf að bjóða fólki útgönguleið.“

Gatan er hættulegur staður og sérstaklega fyrir átján ára áhrifagjarnan dreng. Þar kynntist Ísak eldra fólki sem kynnti honum fyrir sterkari efnum.

Hann ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Ísak á Instagram og hlustaðu á tónlistina hans á Spotify. Hann er að fara að gefa út nýja plötu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“

Bjarki afhjúpar svik og pretti í undirheimunum – „Þetta er Íslendingur en það er ekki hægt að treysta þeim alltaf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni

Ætlaði að smána karlinn í röðinni en það kom í bakið á henni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“

Þrír enskir Íslandsvinir hittust og ræddu um tapleikinn – „Þetta skiptir ekki miklu máli er það?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Hide picture