fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þyngdist um 18 kíló á Ozempic

Fókus
Miðvikudaginn 27. mars 2024 09:29

Tracy Morgan. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn og grínistinn Tracy Morgan segist hafa þyngst um rúmlega átján kíló á Ozempic.

Lyf á borð við Ozempic og Wegovy hafa verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Um er að ræða þyngdarstjórnunarlyf sem upphaflega voru þróuð fyrir þá sem þjást af sykursýki en hafa gagnast öðrum í baráttu við aukakílóin.

Sjá einnig: Hætti á Ozempic og er núna að kljást við hvimleitt vandamál

Morgan, 55 ára, var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon í vikunni og fékk hrós frá þáttastjórnandanum fyrir útlit sitt.

„Þú lítur vel út vinur, hvernig heldurðu þér í formi þessa dagana?“ spurði Fallon.

„Sko, það er Ozempic,“ sagði Morgan. „Ég hef lært að borða yfir mig á Ozempic, ég hef þyngst um átján kíló.“

„Ég hef aldrei heyrt um neinn sem hefur þyngst svona,“ sagði þá Fallon.

Á vef Lyfju kemur fram eftirfarandi um áhrif lyfsins:

„Ozempic inniheldur virka efnið semaglútíð. Semaglútíð er sykursýkislyf og tilheyrir flokki glúkagonlík-peptíð-1 (GLP-1) hliðstæðna. Lyfið líkir eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlyst […] Einnig hefur lyfið þau áhrif að minniháttar seinkun verður á magatæmingu fyrst eftir máltið og þú finnur fyrir seddutilfinningu, minna hungri og minnkar löngun í fituríkan mat. Þetta getur hjálpað þér við að borða minna og draga úr líkamsþyngd.“

Leikarinn virðist hafa fundið leið framhjá þessari seddutilfinningu en hann grínaðist aftur með það síðar í þættinum að hann hafi „borðað yfir sig á Ozempic“ eða eins og hann sagði: „I out-ate Ozempic.“

Sjá einnig: Brátt geturðu gleymt Ozempic – Ný og byltingarkennd lyf sögð vera handan við hornið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta