fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Katrín gefur kjaftasögunum langt nef – Sást á almannafæri um helgina

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 11:30

Katrín hertogaynja Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton sást með eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprinsi um helgina í heimsókn í uppáhalds bændabúðinni sinni í Windsor og leit hún út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð“ eins og segir í fréttum breskra miðla nú í morgunsárið.

Hjónin heimsóttu búðina á laugardag eftir að hafa horft á börnin sín stunda íþróttir og ljóst er að Katrín er að stíga fyrstu skrefin aftur til opinberra starfa eftir kviðarholsaðgerð sem hún gekkst undir í janúar. 

Búðin Windsor Farm Shop er innan við 2 km frá heimili fjölskyldunnar í Adelaide Cottage þeirra. Ljóst er að þessi heimsókn færir breskum almenningi fullvissu um að allt sé í lagi með Katrínu, en fjölmargar kjaftasögur hafa flogið um heilsu hennar og af hverju hún hvarf úr sviðsljósinu eftir aðgerðina í janúar, og það þrátt fyrir að Kensington-höll hafi þá strax gefið út að Katrín yrði í veikindaleyfi og myndi ekki snúa aftur til opinberra skyldustarfa fyrr en eftir páska.

Vitni sem sá hjónin sagði við The Sun í gærkvöldi: „Eftir allar sögusagnirnar sem höfðu verið á kreiki varð ég agndofa að sjá þau þarna. Kate var úti að versla með William og hún virtist ánægð og hún leit vel út. Krakkarnir voru ekki með þeim en þetta er svo gott merki, hún var nógu hraust til að skjótast í búðir.“

Síðast sást til Katrínar við skyldustörf á jóladag og áætlað er að hún snúi aftur til opinberra starfa eftir 17. apríl, þegar börnin hennar byrja aftur í skóla eftir páskafrí. Nú er þó vonast eftir að hún mæti fyrr til starfa og þá í árlegri páskahátíð í St George kapellunni á Windsor-eigninni. Yrði það þá á páskadag með hefðbundinni fjölskyldugönguferð sem fjölmiðlar mynda.

Sögusagnir sem flogið hafa í fjarveru Katrínar hafa verið allt frá því að hún sé að jafna sig eftir „brasilíska rasslyftingu“ eða í dái, grínast hefur verið með að hún sé keppandi í The Masked Singer sjónvarpsþættinum eða gæti jafnvel hafa verið rekin frá konungsfjölskyldunni.

Þrátt fyrir álagið sem er á hjónunum þessa dagana er búist við því að þau muni halda þeirri hefð að birta opinberrar myndir á afmælisdögum barnanna og næst á Lúðvík prins afmæli, 23. apríl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður