fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?

Fókus
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 11:30

Hermenn á Sandskeiði í síðari heimsstyrjöldinni. Mynd: Wikimedia Commons. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Youtube er aðgengilegt stutt myndband þar sem erlendur maður flytur útgáfu af Íslandssögunni sem er ekki alveg í samræmi við raunveruleikann. Nánar tiltekið fjallar myndbandið um síðari heimsstyrjöldina og heldur hann því fram að það flóð erlendra hermanna sem því fylgdi hefði orsakað það að litið hafi út fyrir að allar íslenskar konur myndu halda af landi brott að stríðinu loknu með hermönnum. Hins vegar hafi íslenskum stjórnvöldum tekist að koma í veg fyrir það með sérstökum ráðstöfunum.

Myndbandið er undir þeim flokki sem á Youtube heitir „shorts“. Þar er um að ræða myndbönd sem oftast eru innan við 2 mínútur að lengd og eru í þrengri myndramma en lengri myndbönd á Youtube. Myndbönd sem heyra undir þennan flokk hafa oft verið fyrst birt annars staðar ekki síst á Tik-Tok.

Maðurinn sem gerir myndbandið hefur notandanafnið @patticus. Þegar smellt er á það kemur upp nafnið Patrick Campell og ekki verður betur séð en að hann sé bandarískur. Á rás hans er að finna ýmis konar myndbönd í sama dúr og þetta umrædda myndband þar sem hann flytur margs konar fróðleik. Þar má sjá að þetta umrædda myndband hefur fengið tvær milljónir áhorfa.

Öllum var sama um Ísland

Hann byrjar myndbandið á að segja að árið 1938 hafi heiminum varið sama um Ísland. Þar sé kalt og Íslendingar tali skringilega (e. funny).

Það hafi breyst með stríðsbrölti Adolf Hitler sem hafi meðal annars haft Ísland í sigtinu til að stöðva birgðaflutninga frá Bandaríkjunum til þeirra ríkja Evrópu sem Hitler réðst á. Bandaríkjamenn hafi hins vegar komist að þessum áætlunum og flutt í skyndi 50.000 hermenn til Íslands til að forða því undan árás Þjóðverja. Íslandi hafi verið snarlega bjargað og Hitler hætt við allt saman.

Þessar fullyrðingar eru ekki alveg í samræmi við gang mála í stríðinu. Eins og Íslendingar vita vel voru það Bretar sem sendu hermenn fyrst til Íslands 1940 til að hernema landið en Bandaríkjamenn tóku við 1941 og var um það samið milli landanna þriggja. Bandaríkjamenn hentu sér heldur ekki af fullum krafti í stríðið fyrr en 1941 og aðstoð þeirra við Breta og önnur ríki sem sátu undir árásum Þjóðverja var takmarkaðri fram að því.

Það er vissulega rétt sem haldið er fram í myndbandinu að Hitler hafði áhuga á að hremma Ísland. Rannsóknir sagnfræðinga benda til þess að þýski herinn hafi fengið hann ofan af slíkum fyrirætlunum bæði fyrir og eftir að Bretar hernámu Ísland einkum vegna þess að hér var enginn flugvöllur á þeim tíma og einnig vegna erfiðleika við birgðaflutninga. Nánar má lesa um það hér.

Stefndi í að Íslendingar myndu deyja út?

Í myndbandinu segir að koma bandarísku hermannanna hafi skapað vandamál á Íslandi. Þeir hafi ekki haft neitt að gera og byrjað að gera sér dælt við íslenskar konur. Þær hafi hins vegar verið það fáar og hermennirnir það margir að litið hafi út fyrir að hver einasta íslenska kona myndi eiga í sambandi við bandarískan hermann og að ef þær myndu yfirgefa landið með hermönnunum myndi íslenska þjóðin einfaldlega deyja út.

Vel er þekkt að náin kynni tókust með hermönnum og nokkrum fjölda íslenskra kvenna á þessum árum. Olli það miklu uppnámi í íslensku samfélagi. Var þessi þróun nefnd „ástandið“ og íslensk yfirvöld stunduðu víðtækar persónunjósnir gegn þeim konum sem talið var að ættu í nánu sambandi við hina erlendu hermann. Reynt var eftir fremsta megni að koma í veg fyrir kynni íslenskra kvenna við hermennina.

Það var þó aldrei svo að hver einasta íslenska kona hafi verið í sigti yfirvalda þótt þær væru fjölmargar. Þegar mest var voru um 1000 konur á sérstökum lista yfir konur sem talið var að hefðu verið í nánu sambandi við hermenn en yfirvöld töldu að þær væru allt að 2.500. Sá fjöldi var þó líklega talsvert ofmetinn.

Á endanum giftust um 300 íslenskar konur hermönnum og fóru flestar með þeim af landi brott. Þótt fjöldin væi talsverður fyrir land þar sem bjuggu um 100.000 manns í upphafi stríðsins var augljóslega aldrei rauverulegur möguleiki á því að engin kona myndi vera á Íslandi að stríðinu loknu.

Var herstöðinni komið fyrir á Miðnesheiði til bjargar íslensku þjóðinni?

Í myndbandinu er því haldið fram að til að koma í veg fyrir að bandarískir hermenn myndu soga til sín allar íslenskar konur hafi þeim öllum verið komið fyrir á Miðnesheiði.

Þetta er hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann. Á meðan stríðinu stóð voru hermennirnir allan tímann dreifðir um landið þótt þeir væru flestir á höfuðborgarsvæðinu. Keflavíkurflugvöllur á Miðnesheiði var lagður í stríðinu en herstöð var ekki reist þar fyrr en 1951 þegar bandaríski herinn kom aftur til landsins eftir að hafa yfirgefið það að stríðinu loknu.

Hernum var vissulega komið fyrir á Miðnesheiði meðal annars til að draga úr kynnum hans við Íslendinga. Þar höfðu íslensk stjórnvöld þó ekki eingöngu samskipti hermanna við konur í huga heldur áhrif af veru hersins á íslenska tungu og menningu. Raunveruleikinn var hins vegar sá að Íslendingar áttu í margvíslegum samskiptum við hermennina, meðal annars þau sem störfuðu fyrir herinn, og drukku í sig áhrif af bandarískri menningu úr sjónvarpi og útvarpi.

Í athugasemdum við myndbandið eru mörg, meðal annars Íslendingar, sem benda á ósannindin í því. Einn þeirra kemst meðal annars svo að orði:

„Þetta er mesta kjaftæðisklessa (e. biggest pile of horse manure) sem ég hef heyrt.“

Þó má ráða af einhverjum athugasemdum að sumir áhorfendur taka það trúanlegt.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“