fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Kristrún særði tilfinningar Brynjars

Fókus
Mánudaginn 12. febrúar 2024 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, lýsir því yfir í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi sært tilfinningar hans. Þetta hafi hún gert með því að segjast frekar vilja drekka bjór með Vilhjálmi Vilhjálmsson lögmanni en honum. Eins og greint var frá í fjölmiðlum nýlega eru Brynjar og Vilhjálmur sankallaðir fjandvinir og hafa lengi eldað grátt silfur saman.

Sjá einnig: Brynjar hæðist að Vilhjálmi eftir uppákomuna á þorrablótinu – Nýjasti kaflinn í erjum þeirra

Brynjar segir að Kristrún hafi opinberað þetta í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Sá hluti þáttarins þar sem þetta kemur fram er þó aðeins aðgengilegur áskrifendum hlaðvarpsins. Brynjar segir að með þessu sé hann að upplifa meira mótlæti í lífinu en áður. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, sem Brynjar hefur einnig deilt við eigi sína sök á því að nú sé svo komið að Kristrún vilji ekki drekka bjór með honum:

„Sveinn Andri, vinur minn, hefur sannfært þjóðina að ég sé sorglega ófyndinn maður og að auki með biturð á lokastigi.“

Sjá einnig: Brynjar og Sveinn Andri hnakkrífast:„Biturð þín og óvild frussast hér út úr þér“

Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Bubba Morthens virðist einnig upsigað við Brynjar. Hann segist sýna Vilhjálmi og Sveini Andra skilning þegar kemur að andúð þeirra á honum en eftir standi særindin sem orð Kristrúnar hafi skilið eftir sig:

„Þá sagði Villi Bjarna að hann hefði aldrei kynnst nokkrum manni jafn menningarsnauðum og mér. Það væri rétt hjá Bubba að ég væri torfbær í jakkafötum og það mjög krumpuðum.“

„Ég skil alveg Svein Andra og Villa Bjarna en skil ekkert í Kristrúnu Frosta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum