fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 09:30

Kate Winslet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska leikkonan Kate Winslet er gráti næst þegar hún minnist þess að hafa verið líkamssmánuð á hátindi frægðarinnar eftir leik hennar í Titanic. Í viðtalið við 60 minutes, sem birt var sunnudaginn 1. desember, fór Winslet yfir ferilinn.

Þegar hún ræddi hlutverk sitt í Titanic, hlutverkið sem skaut henni upp á stjörnuhimininn, var henni sýnd klippa E! News frá rauða dreglinum á Golden Globes verðlaunahátíðinni árið 1998. Þar ganga hún og meðleikari hennar Leonardo DiCaprio og má heyra fréttaþulinn segja að Winslet hafi verið eins og hún hafi verið brædd og hellt í kjólinn  og að ef hún hefði tekið kjólinn tveimur stærðum stærri þá hefði hún líklega verið í lagi.

„Þetta er alveg skelfilegt,“ svaraði Winslet spurð út í þessi ummæli. „Hvers konar manneskja ertu að segja eitthvað svona um unga leikkonu sem er bara að reyna að átta sig á hlutunum?“

„Ég lét þá heyra það. Ég sagði: „Ég vona að þetta ásæki þig,“ sagði hún aðspurð um hvort hún hefði einhvern tíma rætt við þá fjölmiðlamenn sem líkamssmánuðu hana.

„Þetta var frábær stund. Þetta var frábær stund vegna þess að þetta var ekki bara fyrir mig, þetta var fyrir allt fólkið sem varð fyrir slíkri áreitni. Þetta var skelfilegt, mjög slæmt.“

Winslet lék nýlega í Lee, ævisögu sem fjallar um ljósmyndarann Lee Miller þegar hún greindi frá atburðum síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir Vogue. Winslet framleiðir jafnframt myndina.

„Fólk hefur sagt við mig að ég sé svo hugrökk í hlutverkinu, ég hafi ekki verið neitt förðun og ég sé með hrukkur. Eigum við að segja við karlmennina: „Ó, þið voruð svo hugrakkir fyrir þetta hlutverk, að þið létuð ykkur vaxa skegg“, spyr Winslet. „Þetta er ekki hugrekki, þetta kallast að leika hlutverk.“

„Ég held að konur almennt, við erum alltaf harðar við okkur sjálfar. Þetta er hræðileg orkusóun og ég vil aldrei líta til baka á líf mitt og hugsa með mér: „Ég vildi að ég hefði verið betri við sjálfan mig.“ Mig langar að gera það núna og er alltaf að gera það,“ sagði Winslet við Women in Film Gala í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Í gær

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador