fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Kynlífsjátning Heidi Klum um eiginmanninn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 10:15

Heidi Klum og Tom Kaulitz. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum svarar þeim sem hafa gagnrýnt djarfan klæðaburð hennar í gegnum árin og opnar sig um kynlíf hennar og eiginmannsins.

Klum var eins og opin bók í viðtali hjá The Times. Hún ræddi um kynlíf hennar og eiginmanns hennar og tónlistarmannsins, Tom Kaulitz, sem er sautján árum yngri.

Heidi Klum er 51 árs og tónlistarmaðurinn er 34 ára.

„Ég er ekki feimin við að vera kvenleg. Ég elska að klæða mig í föt sem sýna brjóstaskoruna, að klæðast stuttum pilsum, háum hælum og fallegum sokkabuxum, en það þýðir ekki að ég vilji fara heim með þér,“ sagði hún.

„Þetta er bara persónuleiki minn. Af hverju ekki? Ég vil hafa gaman og sýna líkama minn, en ég er með mín mörk, eins og allar aðrar konur.“

Klum á fjögur börn. Leni, 20 ára, Henry, 19 ára, Johan, 17 ára, og Lou, 15 ára.

‘I’m not shy.’ Picture: Instagram/HeidiKlum

Mjög gott kynlíf

Klum byrjaði með Kaulitz árið 2018 og þau gengu í það heilaga ári seinna.

Aðspurð hvaða hreyfing henni finnst skemmtilegust til að halda sér í formi svaraði Klum: „Sport en chambre er uppáhalds æfingin mín, þetta hljómar betur á frönsku,“ sagði hún. En hægt er að lauslega þýða það sem svefnherbergisleikur.

„Kynlífið er mjög gott. Eiginmaður minn er jafnoki minn [í svefnherberginu].

Myndataka mæðgnanna sem vakti mikla athygli.

Klum fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi einnig um gagnrýnina sem hún og dóttir hennar fengu eftir að hafa setið saman á nærfötunum fyrir undirfatamerkið Intimissimi.

Hún sagði mæðgurnar hafa öðruvísi viðhorf gagnvart myndavélinni.

„Dóttir mín er svo róleg yfir þessu öllu saman,“ sagði hún.

„Fyrir mig eru myndavélarnar vinir mínir. Ég þurfti að læra að þetta væri bara manneskja að smella mynd, að fanga það sem þú ert að gefa frá þér: Þú leikur við linsuna, ekki manneskjuna.“

Klum sagði Leni vera meiri „strákastelpu“ (e. tomboy). „Hún hefur engan áhuga á fötunum mínum,“ sagði hún.

Sjá einnig: Heidi Klum og dóttir aftur saman í nærfatamyndatöku þrátt fyrir gagnrýni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs