fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Þakkar uppáhalds drykk Forrest Gump langlífið

Fókus
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 21:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eugene Petersen, fyrrverandi liðþjálfi í bandaríska landhernum, hélt upp á 101 árs afmælið sitt í herstöð í Kaliforníu í gær. Hann þakkar tilteknum gosdrykk langlífið en svo vill til að um er að ræða uppáhalds gosdrykk bókmenntapersónunnar Forrest Gump sem leikarinn Tom Hanks gerði ódauðlegan í samnefndri kvikmynd.

Í umfjöllun CBS kemur fram að dóttir Petersen skýri langlífi föður síns með því að hann sé virkur og sitji ekki auðum höndum en sá gamli er ekki sammála því og segir drykkinn góða skýra langlífið:

„Dr. Pepper.“

Eins og mörgum er eflaust kunnugt fæst Dr. Pepper í verslunum hér á landi.

Petersen var kvaddur til herþjónustu árið 1941, í miðri seinni heimsstyrjöldinni. Hann var í 59 ár í hernum en starfaði síðan fyrir bandarísku póstþjónustuna í 14 ár þar til hann fór á eftirlaun.

Petersen hefur síðan 2010 starfað sem sjálfboðaliði á heilsugæslustöð á herstöðinni þar sem hann hélt upp á afmælið. Herstöðin er undir hatti flughersins og er kennd við hershöfðingjann Robert F. Travis sem lést í flugslysi árið 1950.

Helsta verkefni Petersen á herstöðinni er að aðstoða starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar við að halda utan um sjúkraskrár 276.000 einstaklinga sem eiga rétt á þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er núverandi og fyrrverandi hermönnum. Hann er sagður vinsæll á herstöðinni og er duglegur að deila reynslu sinni með hermönnum og borgaralegu starfsliði herstöðvarinnar.

Petersen er ekki fyrsti langlífi einstaklingurinn sem er mikið fyrir að drekka Dr. Pepper. Elizabeth Sullivan frá Texas var 106 ára þegar hún lést 2017. Tveimur árum áður tjáði hún CBS að hún héldi mikið upp á Dr. Pepper og fengi sér oft drykkinn með morgunmatnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Í gær

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?