fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC

Fókus
Laugardaginn 31. ágúst 2024 13:30

Valgerður gegn Jordan Dobie í Kanada í maí 2024.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir skrifar: 

Valgerður Guðsteinsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, heldur áfram að bæta við hnefaleikasögu Íslands en hún er að undirbúa sig fyrir sinn stærsta bardaga hingað til, sem er á vegum stærsta MMA-sambands veraldar, UFC. Bardaginn fer fram á Írlandi þann 20. september næstkomandi og etur Valgerður kappi gegn hinni írsku Shauna Okeeffe, the Irish Hammer, sem er að taka þátt í sínum þriðja atvinnubardaga.

Valgerður hefur verið brautryðjandi í hnefaleikum kvenna á Íslandi og er bara rétt að byrja. Hún hefur skapað sér nafn á stuttum tíma og er án nokkurs vafa með hæfileika af náttúrunnar hendi í íþróttinni. Þetta verður hennar þrettándi atvinnubardagi. Hún hefur verið á fullu við að undirbúa sig með hnefaleikaþjálfaranum Oscar Luis og Kristínu Gunnarsdóttur frammistöðuþjálfara (Sport Performance Coach), eiganda Better Elite Performance, ásamt nuddaranum Óskari Grétusyni, eiganda Flowmassage.net. Bardagaklúbbarnir Mjölnir MMA og VBC hafa verið annað heimili Valgerðar í þessum undirbúningi og hefur Kírópraktorstofa Íslands einnig gegnt lykilhlutverki í boxferli Valgerðar.

Nú þegar er íslenskt áhugafólk um hnefaleika byrjað að skipuleggja ferð út á bardagann til að styðja Valgerði og upplifa þennan sögulega viðburð  í eigin persónu.

Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði mega endilega senda á valgerdurstrongboxing@gmail.com

Valgerður fagnar sigri í Skotlandi í september 2023.

Hægt verður að horfa á bardagann í beinni á ufcfightpass.com. Ef lesendur hafa áhuga á að fara út og sjá bardagann geta þeir nálgast miða á viðburðinn hjá Valgerði hér.

Mögulegir bakhjarlar og/eða styrktaraðilar sem vilja aðstoða Valgerði við að skrifa í sögubækurnar og verða þar með partur af slíku afreki, er ómetanlegt, því umgjörðin í undirbúning fyrir bardaga eins og þennan er afar kostnaðarsamt. Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði mega endilega senda á valgerdurstrongboxing@gmail.com.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“