fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Biskup Íslands tognaði og þarf að breyta áætlunum sínum í Reykjavíkurmaraþoninu

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 17:30

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, hefur mikinn áhuga á hreyfingu og útivist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlanir Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, um þátttöku í 21 kílómetra hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi eru í uppnámi eftir að nýr leiðtogi Þjóðkirkjunnar tognaði í 30 km utanvegahlaupi á dögunum. Meiðslin eru það hvimleið að Guðrún, sem var kjörin biskup Íslands í maí síðastliðnum,  þarf að láta sér nægja þátttöku í 3 kílómetra skemmtiskokki að þessu sinni.

Guðrún hafði ákveðið að hlaupa til styrktar Skjólinu, sem er úrræði fyrir konur sem glíma við heimilisleysi. Lét biskup sérstaklega skrá Skjólið hjá skipuleggjendum Reykjavíkurmaraþonsins til að vekja athygli á því góða starfi sem þar er unnið. Hafði Guðrún þegar safnað 111 þúsund krónum til styrktar málefninu og var komin nokkuð fram úr markmiði sínu fyrir hlaupið, sem var 100 þúsund krónur.

„Ég þarf að fara aðeins styttri vegalengd en ég ætlaði mér í þetta sinn en ég mun þó reyna eftir fremsta megni að standa væntingar þeirra sem heitið hafa á mig,“ segir Guðrún. Ekki hafi komið til greina að hætta við þó að haltrað verði í þetta sinn frekar en hlaupið. Þá hvetur hún alla sem vettlingi geta valdið að kynna sér starfsemi Skjólsins og styrkja starfsemina sem þar fer fram.

Nýr biskup Íslands er afar áhugasöm um hreyfingu og útivisti. Í viðtali við DV í vor ræddi hún hvernig að hún hóf útihlaup upp úr fertugu og hefur vart stoppað síðan. Hefur hún þegar hlaupið fjögur af sex stóru maraþonum heimsins og hefur einsett sér það markmið að ljúka þeim tveimur hlaupum á næstu árum.

Sjá einnig: Guðrún byrjaði að hlaupa maraþon árið 2018 – „Stundum sem ég prédikanir á hlaupum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“