fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 13:32

Gísli Marteinn Baldursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er mun Gísli Marteinn Baldursson ekki lýsa lokakeppni Eurovision í Malmö í maí næstkomandi eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár.

Í hans stað mun Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna Dís, verða þulur á lokakeppninni. RÚV greinir frá.

Í fréttatilkynningu sem RÚV vísar til segist Gunna Dís vera spennt fyrir verkefninu.

„Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augum ber á stóra sviðinu í maí.“

Guðrún Dís Emilsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram