fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Guðrún byrjaði að hlaupa maraþon árið 2018 – „Stundum sem ég prédikanir á hlaupum“

Fókus
Sunnudaginn 7. apríl 2024 18:30

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, hefur mikinn áhuga á hreyfingu og útivist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju er ein af þeim sem var tilnefnd til biskupskjörs nú í mars. Hún hefur verið prestur í tvo áratugi og vígðist til prests í Sænsku kirkjunni í Dómkirkjunni í Gautaborg í janúar 2004. Guðrún stundar hreyfingu og útivist af miklu kappi. Hún hefur hlaupið nokkur maraþon og nýjasta áhugamálið er gönguskíði.  

Keppir í maraþonhlaupum

Guðrún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og útivist. ,,Ég byrjaði reyndar ekki að hreyfa mig fyrr en eftir þrítugt. Fram að því sat ég á kaffihúsum og hreyfði mig helst ekki neitt,” segir hún og hlær. ,,Eftir fertugt fór ég að hlaupa en áður fyrr þótti mér fátt eins leiðinlegt og erfitt og að hlaupa. Ég tók út fyrir að þurfa að hlaupa í leikfimi í grunnskóla. En þetta hefur heldur betur breyst og ég er ómöguleg ef ég kemst ekki út að hlaupa nokkrum sinnum í viku auk þess sem gönguskíðin eru nýjasta áhugamálið mitt. Það er svo gott eftir erfiðan dag í kirkjunni, þar sem ég hef hitt mikið af fólki og gefið af mér allan daginn að geta farið út og hreinsað hugann. Stundum sem ég prédikanir á hlaupum, hlusta á hljóðbók eða hlaðvarp en oftar en ekki er ég að spjalla við skemmtilega hlaupafélaga. Hreyfing er virkilega góð fyrir andlega líðan á venjulegum dögum en um leið getur það reynt mjög á sálina að taka þátt í löngum hlaupum. Ég byrjaði að taka þátt í maraþonum 2018 og hef tekið þátt í sex slíkum. Ég stefni að því að ljúka sex stærstu maraþonum heims, Abbott World Marathon Majors en þau fara fram í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ég hef lokið fjórum þeirra en á eftir að hlaupa í Tokyo og Boston. Næsta maraþon verður í Boston 2025 ef Guð lofar.

Undanfarin ár hef ég verið að bæta við mig utanvegahlaupum og finn að þau gera mér gott. Þau fylla mig svo mikilli gleði. Það er eitthvað einstakt við að hlaupa úti í náttúrunni og vera eitt með himni og jörð. Þá skiptir einhvern veginn ekkert máli nema einmitt þessi stund og þessi staður. Þetta er hin sanna núvitund og jarðtenging um leið og almættið er eitthvað svo nálægt.“

Þetta er brot af lengra viðtali við Guðrúnu sem lesa má hér: Óhrædd að takast á við áskoranir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“