fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ugla færir glæpasöguunnendum páskaglaðning

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2024 10:30

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnendur norræna og breskra glæpasagna fá aldeilis páskaglaðning frá bókaútgáfunni Uglu. 

Nú í vikunni komu út fjórar glæpasögur í bókaröð fjögurra þekktra glæpasöguhöfunda, en Ugla hefur áður gefið upp fjölmargar bækur úr smiðju þeirra.

Fyrsta ber að nefna Eldhiti, áttundu og lokabókina í Shetlands-seríu hinnar bresku Ann Cleeves, eins virtasta glæpasagnahöfundar heims.

Bækur Cleeves um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda.

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi. 

Rannsóknin á dauða barnfóstrunnar reynir mjög á lögreguforingjann Jimmy Perez, ekki síst vegna skrykkjótts ástarsambands hans við Willow Reeves, stjóra morðdeildarinnar. Er Perez tilbúinn að takast á við það sem koma skal?

Satanskjaftar er þrettánda bókin í ritröð eins þekktasta rithöfundar Svíþjóðar Mons Kallentoft um Malin Fors.

Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera?

Þegar annar samkynhneigður maður finnst myrtur óttast lögregluforinginn Malin Fors að raðmorðingi með kvalalosta gangi laus. Smám saman beinist rannsóknin inn í heim miskunnarlausrar græðgi. Og samhliða leitinni að morðingjanum neyðist Malin til að horfast í augu við eigin djöfla sem henni gengur illa að komast undan.

Ritröðin um Malin Fors hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd og hafa bækurnar selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála.

Stóra stundin er sjötta bókin sem kemur út á íslensku eftir sænsku glæpadrottninguna Ninni Schulman.Fyrri bækurnar hafa fengið frábærar viðtökur. Stóra stundin er sjálfstæð bók í hinni margrómuðu Hagfors-seríu.

Nokkrum dögum fyrir aðfangadagskvöld finnast eldri hjón myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu fyrir utan bæinn Hagfors. Við fyrstu sýn virðist um að ræða rán sem hefur farið úrskeiðis en frekari rannsókn lögregluparsins Berglund og Wilander leiðir í ljós undarlega og óþægilega málavexti.

Blaðakonan Magdalena Hansson er komin aftur til vinnu eftir langt veikindaleyfi og verður fljótlega þátttakandi í æsilegri morðrannsókn sem skekur bæinn.

Yfirbót er þriðja bókin í hinni æsispennandi seríu Morðin Í Åre eftir Vivica Sten sem er einn virtasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókin var tilnefnd til sænsku glæpasagnaverðlaunanna 2023. 

Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.

Lögreglumennirnir Daniel Lindskog og Hanna Ahlander stjórna rannsókn málsins þar sem samskiptaerfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, sambandsslit og sárar bernskuminningar koma við sögu.

Samtímis reynir Hanna að höndla tilfinningar sínar og Daniel að takast á við reiðina sem hefur staðið honum fyrir þrifum. 

Bókaflokkur Sten um Sandhamn-morðin sló í gegn víða um heim og eftir honum voru gerðir mjög vinsælir sjónvarpsþættir, bækurnar hafa allar komið út í íslenskri þýðingu hjá Uglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram