fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Þetta eru bestu heyrnartólin fyrir heimavinnuna 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valkvíðinn er væntanlega mikill þegar velja á heyrnartól fyrir heimavinnuna því framleiðendur eru margir og vörurnar enn fleiri. Hins vegar er það svo að mörg heyrnartól henta alls ekkert í heimavinnu.

Tæknimiðillin Techradar valdi fyrir nokkru bestu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024. Meðal þeirra heyrnartóla sem hlutu náð fyrir augum sérfræðinga Techradar voru Poly Voyager 5200, Jabra Evolve 75 og græjur frá Bang & Olufsen.

Bestu heyrnartólin í þessum flokki eiga það sammerkt að búa yfir góðri hljóðvörn, eru létt í notkun svo að notandinn verður ekki þreyttur á að hafa þau á höfðinu yfir daginn. Þá skiptir auðvitað máli að símtöl og vídeosímtöl séu hnökralaus og að rafhlaðan dugi sem lengst.

Mörg heyrnartól kölluð til

Sérfræðingar hjá Techradar.com kynntu sér urmul heyrnartóla og prófuðu í þaula og niðurstaðan var sú að Poly Voyager 5200 var valið bestu alhliða heyrnartólin fyrir heimavinnu. Það sem sérfræðingar Techradar eru ánægðastir með hjá Poly Voyager 5200 fyrir heimavinnuna er hönnun, léttleiki (aðeins 20 gr.), hægt að nota á hægra eða vinstra eyra, Heyrnartólin eru svitaþolin, eru með fjóra hátalara sem fínstilla samtöl og lágmarka utanaðkomandi hávaða.

2-3 daga notkun án þess að hlaða

Þá voru Poly Voyager 4320 einnig valin fyrir rafhlöðuendingu. Segir að heyrnartólin séu þekkt fyrir öfluga rafhlöðu fyrir tal og hlustun; eða allt að 24 klst af óslitnum taltíma. Þessi langa ending getur nýst notanda í 2-3 daga. Þá er græjan með 47 klst hlustunartíma sem gerir notanda mögulegt að streyma tónlist eins og enginn sé morgundagurinn.

8 hljóðnemar sem tryggja öflugt hljóð

Þá vöktu Jabra Evolve2 75 heyrnartólin athygli Techradar ekki síst fyrir þær sakir að græjan býr yfir 8 hljóðnemum sem tryggir framúrskarandi hljóðgæði. Hljóðnemarnir eru hannaðir með það í huga að gera greinarmun á meginhljóði og bakgrunnshljóði. Þá duga þau í allt að 24 klst án hleðslu.

Techradar er einnig afar hrifið af Bang & Olufsen Beocom Portal og Bang & Olufsen Cisco 980, ekki síst fyrir hversu þægileg í notkun þau eru og öflugt app fyrir notendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“