fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Fjöldi sæta voru auð á tónleikum Taylor Swift – Ástæðan var frekar ógeðsleg

Fókus
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 17:30

Taylor Swift er ein vinsælasta stjarna heims um þessar mundir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarstjarnan Taylor Swift er nú á tónleikaferðalagi í Ástralíu. Á tónleikum hennar á krikketleikvangi í Melbourne um síðustu helgi vakti það athygli að nokkur fjöldi sæta framarlega á leikvanginum voru auð. Leikvangurinn er sagður taka um 100.000 manns í sæti en 96.000 voru viðstödd tónleikana. Sætaframboð er þó sagt breytilegt eftir því um hvernig viðburð er að ræða og líklega var því uppselt á tónleikana. Ástæðan fyrir auðu sætunum reyndist vera sú að einn tónleikagesta gat ekki hamið áfengisdrykkju sína.

Sæti svo framarlega á tónleikum Taylor Swift kosta nokkur hundruð dollara, andvirði tugi þúsunda íslenskra króna en það var nokkuð áberandi að þó nokkurt svæði var autt.

Fram kemur í umfjöllun ástralska fjölmiðilisins 7 news að drukkinn tónleikagestur hafi ælt yfir svo stórt svæði að rýma þurfti umrædd sæti í tvo klukkutíma á meðan þau voru þrifin og sótthreinsuð. Gestirnir gátu loks snúið aftur í sæti sín um klukkan 9 um kvöldið þegar langt var liðið á tónleikana.

Segir einn þeirra að hópurinn hafi á meðan staðið á svæði nærri sætunum og það sé ömurlegt að svona langan tíma hafi tekið að þrífa þau.

Sætin sem þurfti að rýma voru það nálægt sviðinu að vel sást á myndum frá tónleikunum að þau væru auð. Þau fjölmörgu sem fengu ekki miða á tónleikana urðu afar svekkt við að sjá þetta og fóru ekki í grafgötur með það á samfélagsmiðlum. Mörg þeirra spurðu hvers vegna í ósköpunum svona mörg sæti væru auð.

„Ég gæti setið þarna,“ sagði einn vonsvikinn aðdáandi en nú þegar ástæðan fyrir þessu er komin í ljós er viðkomandi líklega feginn að hafa ekki setið einmitt í þessum sætum.

Ástralir hafa annars tekið ástfóstri við Swift. Hún hélt þrjá tónleika á krikketleikvanginum í Melbourne síðasta föstudag, laugardag og sunnudag. Á öllum þremur tónleikunum voru 96.000 manns viðstaddir og segist Swift aldrei hafa haldið tónleika fyrir eins marga gesti í einu. Í lok þriðju tónleikanna tjáði hún íbúum Melbourne ævarandi ást sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun