fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tveir aðdáendur leggja fram kæru því Madonna hóf tónleika tveimur klukkustundum of seint

Fókus
Laugardaginn 20. janúar 2024 09:30

Madonna á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir aðdáendur tónlistarkonunnar Madonnu hafa lagt fram kæru vegna þess að stórstjarnan hóf tónleika sína í New York á dögunum alltof seint. Tónleikarnir, sem fóru fram í desember á síðasta ári, áttu að hefjast kl.20.30 en söngkonan lét ekki sjá sig fyrr en tveimur klukkustundum eftir auglýstan tíma og hóf þá upp raust sína. Var tónleikunum lokið um kl.1 um nóttina vegna þessa. BBC greinir frá.

Aðdáendurnir, þeir Michael Fellows og Jonathan Hadden, halda því fram í kærunni að þeir hefðu aldrei keypt miða á tónleikana vitandi það að þeir myndu hefjast svo seint. Þeir hafi haft skuldbindingar varðandi vinnu og gagnvart fjölskyldu sinni daginn eftir og því hafi þeir þurft á fullum nætursvefni að halda.

Þeir hafa kært skipuleggjenda tónleikanna, Live Nation, og tónleikastaðinn Barclays Center fyrir rangar auglýsingar, villandi upplýsingar og svikula viðskiptahætti. Fulltrúi Madonnu og þessara aðila höfðu ekki svarað fyrirspurn BBC vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone