fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Sjáðu spennandi hönnun Svölu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2023 16:30

Svala Björgvinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Svala Björgvins lætur gott af sér leiða en nýlega hannaði hún peysur og hettupeysur með fyrirtækinu NOROM í samstarfi við Solaris.
„Ég er spennt að segja ykkur frá því að ég var að hanna Svölu peysur og hettupeysur með fyrirtækinu N O R O M og í samstarfi við Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi,“ segir Svala í færslu á Facebook þar sem hún segir frá nýja verkefninu.
„Fjöldi fólks sem undanfarið hefur neyðst til að leggja á flótta og yfirgefa heimkynni sín hefur aldrei verið meiri og er það ein stærsta áskorun í mannúðarstarfi í dag. Margt bendir til þess að flóttafólki muni halda áfram að fjölga verulega samhliða versnandi lífsgæðum og neyðarástands af völdum hamfarahlýnunar ásamt baráttu fólks um lífsgæði og völd. Fjárhagsaðstoð við flóttafólk hefur því aldrei verið jafn mikilvæg þar sem þörf er á fjármagni fyrir mataraðstoð, heilbrigðisaðstoð, lögfræðiaðstoð og húsnæðisaðstoð.
Hver 1000 krónur af seldri Svölu peysu rennur beint til Solaris! Hægt er að versla peysurnar á norom.net og við erum með krakkastrærðir líka!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan