fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Íslandsvinkonan Mel B rokkar bikíni/nærfata-mæðgnamyndatöku

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 19:00

Mynd: Pour Moi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska söngkonan Mel B sýndi það og sannaði nýlega að hún er í toppformi þegar hún sat fyrir í auglýsingaherferð breska nærfata- og sundfataframleiðandans Pour Moi. Fyrrum Spice Girls söngkonan er 48 ára og sat hún fyrir ásamt elstu dóttur sinni, Phoenix Brown, 24 ára, og móður sinni, Andrea Brown, 65 ára.

Mynd: Pour Moi
Mynd: Pour Moi

Herferðin ber yfirskriftina Eignaðu þér sjálfstraust þitt (e. Own Your Confidence). Í viðtali við tímaritið Women´s Health segir Mel B herferðina snúast um að láta konum „líða stórkostlega, hafa sjálfstraust og fagna konum af öllum stærðum, stærðum og aldri. Þetta snýst um að vera raunveruleg, ekki löguð til og að taka okkur ekki of alvarlega.“

Auk þess að styðja við og styrkja konur á öllum aldri og í öllum stærðum þá gefur fyrirtækið jafnframt framlag til Women´s Aid, góðgerðarfélags sem berst gegn heimilisofbeldi, en Mel B er þolandi og segir hún framlagið hafa gert myndatökuna og herferðina enn mikilvægari í hennar huga.

Mynd: Pour Moi
Mynd: Pour Moi

„Fyrir mig, eins og marga af þeim sem lifðu af, þá upplifði ég að allt vald hefði verið tekið frá mér og ég væri einangruð frá fjölskyldu minni og vinum. Þess vegna er þessi myndataka sérstaklega mikilvæg fyrir mig og að vinna hana með dóttur minni og mömmu og sýna okkar samband.“

Mynd: Pour Moi

Mel B og dóttir klæðast meðal annars toppi með tígrismynstri, sem minnir okkur á þann sem Mel B klæddist í myndbandi lags Spice Girls, Say You’ll Be There frá 1996.

Mynd: Pour Moi
Mynd: Pour Moi
Mynd: Pour Moi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club