fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Fókus
Miðvikudaginn 31. maí 2023 10:19

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Brown er ljósmyndari og frumkvöðull sem var settur í skuggabann á öllum samfélagsmiðlum fyrir að gagnrýna aðgerðir í heimsfaraldrinum. Hann var kominn með meira en milljón fylgjendur þegar ritskoðunin byrjaði. Ben, sem er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segir að allt hafi breyst í lífi sínu þegar hann lenti í mótorhjólaslysi, sem setti líf hans á hvolf.

„Þegar ég lenti í mótorhjólaslysi hrundi líf mitt. Ég var orðinn vinsæll á samfélagsmiðlum og var kominn í góð samstörf við flott fyrirtæki og lífið leit vel út. Mikið af tekjum, miklar vinsældir og ég var í raun að lifa draumalífinu mínu. En á einum degi fór það hratt þegar slysið átti sér stað. Fyrst um sinn áttaði ég mig ekki alveg á hve mikil áhrifin áttu eftir að verða, en líkami minn, sem hafði líka verið vinnan mín, var úr leik og í kjölfarið missti ég tekjurnar og eftir það lá leiðin hratt niður á við. Ég fór í mikla reiði og skömm og byrjaði að draga mig í hlé, einangra mig og festast í fíknimynstrum. Ég held að það sé mjög algengt að karlmenn fari í þá vegferð í stað þess að biðja strax um hjálp og hleypa fólki að sér. Smám saman festist ég í miklu þunglyndi og kvíða og allt fór hratt niður á við,“ segir Ben, og bætir við að það hafi tekið langt tímabil til að koma sér aftur á lappirnar.

„Ég fékk fleiri en eitt kvíðakast á hverjum degi, skuldirnar hrönnuðust upp og svo slitnaði upp úr fimm ára ástarsambandi á sama tíma. Ég fór í gegnum langt tímabil þar sem ég gat komið mér fram úr rúminu og hver einasti dagur var gríðarlega þungur og erfiður. En á einhverjum punkti áttaði ég mig á því að ef ég ætti að komast út úr þessu tímabili yrði ég að treysta því að mér væri ætlað eitthvað nýtt í lífinu. Ég gæti ekki verið endalaust bitur yfir því sem var búið og gert. Ég fór að trúa því að ef ég myndi halda áfram, gera mitt besta og treysta lífinu, myndu verðlaunin smám saman að koma. Það reyndist raunin, þó að stundum hafi mér fundist ferlið vera mjög hægfara. En með mikilli vinnu og trú er ég kominn á þann stað að ég hef aldrei verið hamingjusamari á ævi minni en núna.“

Aftur vinsæll

Eftir að hafa náð aftur vopnum sínum og endurvakið feril sinn var Ben aftur orðinn mjög vinsæll og kominn með meira en milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum þegar hann fór að segja hug sinn á heimsfaraldrinum, sem olli því að hann var ritskoðaður.

„Eftir allt sem ég hef farið í gegnum veit ég það eitt að mér er ætlað að vera hugrakkur, þannig að það var aldrei val fyrir mig að segja ekki hug minn. En ég fann það fljótt hvernig ritskoðunin tók yfir. Fyrst var verið að taka út hluti sem ég sagði, svo komu leiðbeiningar um það sem ég mætti segja áður en ég myndi fá refsingar og eftir það kom skuggabannið. Skuggabann lýsir sér þannig að maður er í raun settur í felur. Í stað þess að það væru að jafnaði meira en hundrað þúsund manns að sjá það sem ég setti í story á Instagram fór það allt í einu niður í 2-3 þúsund á einni nóttu. Þá eru algóriþmarnir stilltir þannig að miklu miklu færri sjá það sem maður gerir. Tveimur árum síðar er það enn staðan og sama gerðist á youtube. Heimsfaraldurinn sýndi okkur hvernig stórfyrirtæki og ríkisstjórnir geta á einni nóttu byrjað að banna skoðanir og taka út það sem þeim líkar ekki við. Í mínum huga getur það ekki gengið upp árið 2023.“

Gagnrýnir yfirvöld

Ben segir að hann hafi alltaf verið gagnrýninn á yfirvöld og að það hafi aldrei verið mikilvægara en nú að setja spurningarmerki við aðgerðir stjórnvalda.

„Það er gríðarlega mikið að gerast í heiminum núna og þetta er stórkostlegur tími til að vera á lífi. En að sama skapi hefur aldrei verið mikilvægara að vera hugrakkur og sleppa tökum af gömlum óttaskilyrðingum sem hafa verið skapaðar af kerfinu, uppeldi og fleiri hlutum. Mannkynið sem tegund hefur aldrei verið fastari í höfðinu og aftengdari hjartanu. Við viljum geta selt okkur að það sé til einhver algjör fasti sem við getum treyst á, í stað þess að fljóta með óvissunni, sem er alltaf óhjákvæmilega hluti af náttúrunni og lífinu. Til þess að ná að komast lengra verðum við að læra að sleppa tökum af óttanum og byrja að treysta innsæi okkar. Þegar venjulegt fólk byrjar að lifa lífi sínu á hugrakkan hátt er óhjákvæmilegt að allt breytist. Það er mjög mikið af úreltum kerfum að verki sem er löngu kominn tími til að breyta.”

Viðtalið við Ben og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki