fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Drottning rokksins er látin

Fókus
Miðvikudaginn 24. maí 2023 18:43

Tina Turner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sönggyðjan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar og vísa í yfirlýsingu frá talsmanni söngkonunnar.

„Tina Turner, „drottning rokk og róls“ lést friðsamlega á heimili sínu í Kusnach nærri Zurick í Sviss, í dag á 84 aldursári eftir langa baráttu við veikindi. Heimurinn hefur með henni misst goðsögn í tónlist og fyrirmynd.“

Tina Turner, fæddist sem Anna Mae Bullock, í smábæ í Tennessee árið 1939. Það var fyrrum eiginmaður hennar, Ike, sem uppgötvaði hæfileika hennar eftir að hún hafði laumast í míkrófóninn kvöld eitt þegar hljómsveit hans hafði brugðið sér af sviði skemmtistaðar. Þau gáfu svo saman út lagið A Fool In Love og eftir þetta varð Anna Mae aldrei þekkt sem annað en Tina Turner.

Tina fékk viðurnefnið drottning rokk og róls eftir að hún gerði garðinn frægan með þáverandi eiginmanni sínum, Ike Turner, áður en hún festi sig rækilega í sessi sem goðsögn með gífurlega farsælum sólóferli þar sem hún átti hvern hittarann á eftir öðrum. Af frægustu lögum hennar má nefna Private Dancer, Typcial Male, What’s Love Got to Do with It og svo ódauðlega lagið Proud Mary.

Hún var þekkt fyrir sprengikraft sinn á sviði þar sem hún dansaði trylltan dans og söng af innlifun.

Það vakti líka eftirtekt þegar Tina sagði skilið við Ike, en hann hafði beitt hana hrottalegu heimilisofbeldi. Tina steig fram og talaði opinskátt um sambandið og lýsti glóðaraugum, sprungnum vörum, brotnum kjálka og öðrum áverkum sem Ike hefði valdið henni og hún þurfti ítrekað að leita sér læknisaðstoðar vegna.

„Saga Tinu er ekki saga fórnarlambs heldur saga ótrúlegs sigurs,“ sagði söngkonan Janet Jackson um Tinu í tilefni af því að tímaritið Rolling Stones nefndi Tinu meðal 100 bestu tónlistarmanna heimsins.

Tina reyndi einnig fyrir sér á stóra skjánum og lék á móti Mel Gibson í Mad Max myndinni – Mad Max Beyond Thunderdome og hver getur gleymt ódauðlega titillaginu Golden Eye úr samnefndi kvikmynd um spæjarann James Bond. Hún lagði skóna á hilluna eftir gífurlega farsælt tónleikaferðalag árið 2009 og í kjölfarið gerðist hún svissneskur ríkisborgari.

Ekki voru seinustu ár hennar auðveld. Elsti sonur hennar, Craig, tók eigið líf og í desember lét yngri sonur hennar, Ronnie lífið.

Hún lætur eftir sig eiginmann og tvo syni Ikes sem hún hafði ættleitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag