fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Hafdís ósátt við vinnubrögð Smartlands og segir Kleina ekki vera kærastann sinn – „Ég var ekki einu sinni búin að tala við börnin mín“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 14:12

Hafdís og Kristján Einar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birti Smartland grein um að Hafdís Björg Kristjánsdóttir, fitnessdrottning og eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur, væru nýtt par.

Hafdís Björg mætti til Óskar Gunnarsdóttur á FM957 í morgun til að ræða málin og segir að blaðamaður Smartlands, en ritstjóri Smartlands, Marta María, var skráð fyrir fréttinni, hafi birt fréttina í hennar óþökk og að það ekki sé rétt að þau séu par. Hafdís sagði að þau hafi verið að deita í viku og séu enn að kynnast hvort öðru.

Uppfært 14:50 – Marta María vísar ásökunum Hafdísar á bug 

„[Mér leið] hræðilega. Þetta var svo mikil sturlun. Ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég næ ekki utan um það,“ sagði Hafdís um greinina.

Ósk spurði hvort þetta væri satt, að Hafdís og Kristján Einar væru par.

„Uu… Nei. Þið megið alveg bíða með hamingjuóskirnar sko,“ sagði Hafdís.

„En, við erum að deita en þetta er ekki þannig að við séum tilbúin að opinbera það eitthvað. Maður er bara að prófa sig áfram, finna hvað hentar manni og hvernig maður smellur saman.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Aðspurð um sögu hennar og Kleina segir Hafdís að þau hafa þekkst um ágætis tíma sem góðir vinir.

„En við byrjuðum ekki að hittast fyrr en um helgina, á laugardaginn. Við erum ekki einu sinni [búin að deita] í viku,“ sagði hún.

Þau hafa líka ekki hist mikið þessa sex daga þar sem Kristján Einar er í meðferð í Krýsuvík og verður það næstu þrjá mánuði.

Fékk skilaboð

„Ég fékk skilaboð í gærkvöldi í gegnum Facebook. Þar sem stóð bara: „Sæl og blessuð, mér var sagt að þú værir komin með kærasta.“ „Ég var bara svona.. bara í alvörunni?“ sagði Hafdís og bætti við að henni hafi ekki dottið í hug að umræddur blaðamaður vissi hvern hún væri að deita þar sem hún og Kristján Einar eru ekki búin að fara á almennilegt stefnumót, þau fóru aðeins í bíltúr.

Hún sagði að hún hafi sagt við blaðamanninn: „Heyrðu já það passar en ég er ekki tilbúin að ræða strax um hver það er.“ Hún sendi bara strax til baka: „Kleini?“ og ég tók skjáskot af þessu og sendi á Kleina og spurði hvað í fjandanum við ættum að gera. Hvernig þetta fréttist svona fljótt. Ég var ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“

Hafdís sagði að hún og Kristján Einar væru vön því að fjölmiðlar skrifuðu fréttir um þau. „Við vorum ekki alveg tilbúin í þann pakka. Þannig við sömdum texta til að senda til baka, um að við værum til í að halda þessu leyndu til að átta okkur á því hvað við vildum áður en þetta færi að fréttast. Við erum búin að þekkjast í góðan tíma en bara nýbyrjuð að deita.“

Fitnessdrottningin sagði enn fremur að hún kýs að kynnast fyrst manninum sem hún er að deita og sjá hvert það leiðir áður en hún fer að segja börnunum sínum frá og blanda þeim í málið. Hún á fimm syni, elstu tveir eru fimmtán ára og sautján ára og fylgjast með fréttum.

Hafdís ræðir þetta betur í útvarpsþættinum sem má hlusta á hér að neðan.

Hafdís Björg hefur keppt til fjölda ára í fitness og unnið fjölmarga titla, þar á meðal er hún margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Hafdís Björg er fimm stráka móðir og var í forsíðuviðtali DV fyrir tæpum fjórum árum og mætti yngsti sonurinn með móður sinni í viðtalið.

Sjá einnig: Hafdís er einhleyp 5 stráka mamma – stefnir á atvinnumennsku í fitness: „Ég hef aldrei verið háð öðrum”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins