fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fókus

Staðfestir loksins að þeir séu saman og „mjög ástfangnir“

Fókus
Miðvikudaginn 29. mars 2023 08:59

Lukas Gage og Chris Appleton. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Lukas Gage hefur loksins staðfest að hann og hárgreiðslumaður stjarnanna, Chris Appleton, séu saman.

Lukas Gage sló í gegn í fyrstu þáttaröð af vinsælu HBO-þáttunum White Lotus og nú nýlegast í fjórðu þáttaröð af You á Netflix.

Eftir að hann skaust upp á stjörnuhimininn hafa aðdáendur haft mikinn áhuga á ástarmálum hans en hann hefur hingað til viljað halda þeim fyrir sig. Þar til í gær, þegar hann var gestur í spjallþættinum Today. Hann staðfesti grunsemdir margra, að hann væri í sambandi með Chris Appleton.

Chris er hárgreiðslumaður fræga og fína fólksins, meðal annars raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og söngkonunnar Jennifer Lopez. Hann nýtur einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og hefur slegið í gegn á TikTok fyrir að uppljóstra hárleyndarmálum sínum.

„Ég er mjög hamingjusamur, mér finnst ég mjög heppinn og er mjög ástfanginn,“ sagði Lukas í þættinum.

Þáttastjórnendur settu nokkrar myndir af parinu upp á skjáinn. „Hann er myndarlegur maður!“ sagði Lukas um kærasta sinn.

„Við höfum gaman saman, við förum í ævintýri. Þetta er yndislegt,“ sagði hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by lukas gage (@lukasgage)

Chris staðfesti einnig samband þeirra í spjallþætti Drew Barrymore. „Ég er mjög hamingjusamur og mjög ástfanginn. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að eyða tíma mínum með einhverjum sérstökum. Ást er einstök,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“